Þriðjungur ræktaðs lands fær of mikinn áburð
Þriðjungur ræktaðs lands í Danmörku fær meiri áburð en það hefur þörf fyrir, segir í nýrri skýrslu sem Háskólinn í Árhúsum hefur unnið fyrir danska umhverfisráðuneytið. DR segir frá.
Hluti áburðarins skilar sér því í gegnum jarðveginn og út í umhverfið.
Maria Reumert Gjerding, forseti Náttúruverndarsamtaka Danmerkur, lýsir furðu sinni á þessum fréttum og segir ástæðu til að veita þeim sérstaka athygli.
Bændur eru þó ekki í órétti þegar þeir nota of mikinn áburð. Í þinginu stendur hins vegar til að bregðast við með því að setja nýja reglugerð um notkun köfnunarefna í landbúnaði. Er ætlunin að þar kveði á um mun markvissari reglur en hingað til hafa gilt.
