Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Þrengir að gripum í fjósum bænda
Skoðun 2. júní 2015

Þrengir að gripum í fjósum bænda

Stjórn Félags kúabænda á Suðurlandi hefur sent frá sér yfirlýsingu og vekur athygli á ófremdarástandi vegna verkfalls dýralækna hjá MAST.

Verkfalli hefur staðið síðan 20. apríl síðast liðnum. Skorað er á deiluaðila að sinna samningsvinnu með lausn í huga nú þegar.

"Mjög þrengir að gripum í fjósum bænda. Vegna tíðarfars verður gripum ekki sleppt í haga að sinni og betri hey ætluð nautgripum eru allvíða á þrotum. Erfitt verður því að framfylgja löggjöf um dýravelferð vegna þessa ástands ef svo heldur áfram. Að ekki sé minnst á  heilbrigðisvandamál  hjá gripum sem alltaf geta komið upp. 

Þetta vandamál mun að auki  teygja sig áfram næstu mánuði fram í tímann þó deilan leysist, vegna uppsafnaðs vanda síðustu vikur síðan slátrun stöðvaðist. Einnig er tekjustreymi greinarinnar ekki til staðar með tilheyrandi kostnaði og erfiðleikum í rekstri þeirra sem hafa aðaltekjur af kjötframleiðslu. Reikningar halda áfram að berast.

 

Ef fyrirliggjandi kjötskorti verslana og neytendamarkaðs á afurðum nautgripa á að leysa með undanþágum er þess krafist að innlend framleiðsla sitji við sama borð og innflutt.

 

Skylt efni: Kýr | Verkfall dýralækna

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...