Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Þrengir að gripum í fjósum bænda
Skoðun 2. júní 2015

Þrengir að gripum í fjósum bænda

Stjórn Félags kúabænda á Suðurlandi hefur sent frá sér yfirlýsingu og vekur athygli á ófremdarástandi vegna verkfalls dýralækna hjá MAST.

Verkfalli hefur staðið síðan 20. apríl síðast liðnum. Skorað er á deiluaðila að sinna samningsvinnu með lausn í huga nú þegar.

"Mjög þrengir að gripum í fjósum bænda. Vegna tíðarfars verður gripum ekki sleppt í haga að sinni og betri hey ætluð nautgripum eru allvíða á þrotum. Erfitt verður því að framfylgja löggjöf um dýravelferð vegna þessa ástands ef svo heldur áfram. Að ekki sé minnst á  heilbrigðisvandamál  hjá gripum sem alltaf geta komið upp. 

Þetta vandamál mun að auki  teygja sig áfram næstu mánuði fram í tímann þó deilan leysist, vegna uppsafnaðs vanda síðustu vikur síðan slátrun stöðvaðist. Einnig er tekjustreymi greinarinnar ekki til staðar með tilheyrandi kostnaði og erfiðleikum í rekstri þeirra sem hafa aðaltekjur af kjötframleiðslu. Reikningar halda áfram að berast.

 

Ef fyrirliggjandi kjötskorti verslana og neytendamarkaðs á afurðum nautgripa á að leysa með undanþágum er þess krafist að innlend framleiðsla sitji við sama borð og innflutt.

 

Skylt efni: Kýr | Verkfall dýralækna

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...