Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Þráðlag í Heimilissafninu
Líf og starf 20. júní 2022

Þráðlag í Heimilissafninu

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Sumarsýning Heimilissafnsins á Blönduósi ber heitið Þráðlag og er þar að finna verk eftir Ragnheiði Björk Þórsdóttur.

Verkin á sýningunni eru unnin í gagnbindingar-vefstól, stafrænum TC2 vefstól og pappír og flest unnin á þessu og síðasta ári.

Viðfangsefni Ragnheiðar á þessari sýningu er uppbygging og áferð vefnaðarins og hvernig þáttur uppistöðu og ívafs breytist við val á aðferðum sem notaðar eru í ferlinu.

Hún nýtir sér bæði hliðrænar og stafrænar aðferðir við vefinn og ferðast frá hinu einfalda til hins flókna.

Ragnheiður hefur lengi rannsakað vefnaðarmunstur og uppbyggingu þeirra og að þessu sinni hafa sum verkin tengingu við safnmuni á Heimilisiðnaðarsafninu og einnig við Halldóru Bjarnadóttur og ævi hennar. Ragnheiður er með vinnustofu á Grenivík og er í hlutastarfi sem sérfræðingur á sviði vefnaðar og hjá Textílmiðstöð Íslands á Blönduósi.

Sýningin stendur yfir til 31. ágúst og er opin frá klukkan 10 til 17 alla daga.

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f