Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Þórshani
Mynd / Óskar Andri Víðisson
Á faglegum nótum 31. ágúst 2022

Þórshani

Höfundur: Óskar Andri Víðisson

Þórshani er afar sjaldgæfur varpfugl, talið er að hér séu aðeins um 300 fuglar í smáum byggðum umhverfis landið. Vegna þessa nýtur hann sérstakrar friðunar sem felur í sér að dvöl manna við hreiður Þórshana er óheimil nema með sérstakri undanþágu frá Umhverfisstofnun.

Hann kemur hingað seinastur allra farfugla og dvelur ekki nema 1-2 mánuði á varpstöðvum. Þar fyrir utan er talið að þeir dvelji á rúmsjó allt að því 10-11 mánuði á ári og eru því vetrarstöðvar þeirra lítið þekktar. Hann er í lítilli ætt sundhana ásamt óðinshana og freyshana. Þórshani á það sameiginlegt með frændum sínum að kvenfuglinn er skrautlegri og á frumkvæði að tilhugalífinu. Ljósmyndin sýnir karlfugl en líkt og hann er kvenfuglinn rauðbrúnn að neðan en með svartan koll, goggrót og hvítan vanga. Þegar hún hefur orpið tekur karlinn alfarið við og sér um að liggja á eggjunum og koma ungum á legg. Kvenfuglarnir koma ekki nálægt uppeldinu heldur hópast saman eða parast aftur við aðra karlfugla og gætu þess vegna orpið aftur.

Atferli þórshana og óðinshana er mjög svipað en þeir sjást oftast á sundi þar sem þeir synda rösklega í hringi í fæðuleit. Þeir dýfa goggnum ótt og títt í vatnið til að safna alls konar smádýrum sem þyrlast upp undan þeim. Ásamt þessu éta þeir einnig rykmý af bökkum og yfirborði vatns. Þórshani er einstaklega gæfur en best er að hafa hægt um sig nálægt þeim, láta þá óáreitta og þá koma þeir gjarnan alveg upp að manni.

Skylt efni: fuglinn

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f