Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Nefndin: Malin og Ólafur Tindum, Veronika og Bjarni Túni, Jóhanna og Birkir Austurmýri 3, Sigurbára og Einar Langstöðum, Jóhannes og Helga Stóra-Ármóti 2
Nefndin: Malin og Ólafur Tindum, Veronika og Bjarni Túni, Jóhanna og Birkir Austurmýri 3, Sigurbára og Einar Langstöðum, Jóhannes og Helga Stóra-Ármóti 2
Líf og starf 13. febrúar 2023

Þorrablót með Bændablaðsþema

Íbúar í fyrrum Hraungerðis- og Sandvíkurhreppi í Flóa nýttu heldur betur tækifærið, en nýverið „kom loksins að því“ að hægt væri að halda þorrablót.

Höfðu gestir beðið óþreyjufullir í nú þrjú ár og blótið því haldið með pomp og prakt í félagsheimilinu Þingborg en þema kvöldsins var Bændablaðið og gamli tíminn.

Eins og vani er var góðlátlegt grín í garð sveitunga í hámæli, skemmtiatriði og leikþáttur sýnd auk þess sem myndband og „Flóa-Bændablaðið“ útgefið. Fundust þar fréttir gríns og glens en einnig mátti finna söngtexta í formi Bændablaðsins.

Veglegur vinningur frá Sláturfélagi Suðurlands var veittur fyrir best skreytta borðið en borðskreytingakeppni var að sjálfsögðu í gangi. Sá Sjafnarblóm um að pakka vinningnum inn en einnig voru veitt verðlaun frá fyrrnefndum fyrirtækjum fyrir bestu stökuna.

Dynjandi dans var þreyttur fram á rauða nótt við tóna hljómsveitarinnar Sveitamanna og tókst skemmtunin vel í alla staði.

Hvað varðar vinningsstökuna var hún ort af Guðmundi nokkrum Stefánssyni, fyrrverandi bónda í Hraungerði. Dómnefndin taldin hana bragfræðilega alveg hárrétta auk þess að vera með innrími og er hún svohljóðandi:

Víni töppum við í munn,
víst með köppum gaman.
Takta stöppum talsvert kunn,
tryllt með löppum saman.

Dæmi um aðrar stökur sem komu vel til álita eru eftirfarandi:

Feitmeti úr Flóanum
fæ ég hér á blóti
Metfjárins úr móunum
menn hér allir njóti
Höf: Ingólfur Narfason og Guðmundur Stefánsson

Stöku, stöku, stöku sinnum
stormum við á þorrablót
Eftir drjúga drykkju finnum
dásamlega fiman fót
Höf: Betzy Marie Davidson

Villtust í Þingborg Villingar
vaðandi snjó og krapa
Sagt er að þau séu snillingar
sem kunna mjög illa að tapa
Höf: Sigtryggur og Sigfús
(mjög líklega dulnefni)

Skemmtinefnd með stólpagrín
skaffar mörgum kvíða
Meðalið er meira vín
má það fara víða
Höf: Byggðarhornsborðið

Bil á milli borða
býsna lítið er
Ef geymir kona forða
á afturenda sér
Höf: Svanhildur

„Súrt er það“ sagði einn
og stakk upp í sig hvalnum
„Þetta er nú sítróna Sveinn,
sem var hérna á gólfinu í salnum“
Höf: Sigurður Andri Jóhannesson

Húð á beinum hangir
hold þar hvergi sést
út frá limum langir
af liggur ýldupest
Höf: Sævar Eiríksson

9 myndir:

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...