Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Heitreykt bleykja frá Kokkhúsi.
Heitreykt bleykja frá Kokkhúsi.
Mynd / Kokkhús
Skoðun 8. október 2020

Þórhildur nýr formaður Samtaka smáframleiðenda matvæla

Höfundur: smh

Þórhildur M. Jónsdóttir, sem starfar hjá Kokkhúsi og BioPol, er nýr formaður Samtaka smáframleiðenda matvæla. Hún var kjörin á stjórnarfundi samtakanna í morgun.

Karen Jónsdóttir fráfarandi formaður óskaði eftir að láta af störfum í vikunni vegna anna.

Nýja stjórn skipa þau Þórhildur M. Jónsdóttir formaður, Svava Hrönn Guðmundsdóttir frá Sælkerasinnepi Svövu er varaformaður, Ólafur Lofsson frá Súrkál fyrir sælkera er meðstjórnandi ásamt Þresti Heiðari Erlingssyni frá kjötvinnslunni Birkihlíð og Auði B. Ólafsdóttur frá Pönnukökuvagninum.

Þórhildur er matreiðslumeistari að mennt og hjá Kokkhúsi starfar hún við eigin framleiðslu á heitreyktri Hólableikju með villijurtum. Hjá BioPol, sem er með höfuðstöðvar á Skagaströnd, hefur hún umsjón með vörusmiðju.

Samtök smáframleiðenda matvæla voru stofnuð 5. nóvember á síðasta ári. Innan þeirra vébanda eru 75 framleiðendur.

Frá stofnfundi samtakanna. Guðrún Hafsteinsdóttir, fundarstjóri, og svo kemur fyrsta stjórnin; Þröstur Heiðar Erlingsson, Guðný Harðardóttir, Svava Hrönn Guðmundsdóttir og Þórhildur M. Jónsdóttir. Á myndina vantaði Karen Jónsdóttur. Mynd / TB

Skylt efni: Smáframleiðsla

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...