Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Heitreykt bleykja frá Kokkhúsi.
Heitreykt bleykja frá Kokkhúsi.
Mynd / Kokkhús
Skoðun 8. október 2020

Þórhildur nýr formaður Samtaka smáframleiðenda matvæla

Höfundur: smh

Þórhildur M. Jónsdóttir, sem starfar hjá Kokkhúsi og BioPol, er nýr formaður Samtaka smáframleiðenda matvæla. Hún var kjörin á stjórnarfundi samtakanna í morgun.

Karen Jónsdóttir fráfarandi formaður óskaði eftir að láta af störfum í vikunni vegna anna.

Nýja stjórn skipa þau Þórhildur M. Jónsdóttir formaður, Svava Hrönn Guðmundsdóttir frá Sælkerasinnepi Svövu er varaformaður, Ólafur Lofsson frá Súrkál fyrir sælkera er meðstjórnandi ásamt Þresti Heiðari Erlingssyni frá kjötvinnslunni Birkihlíð og Auði B. Ólafsdóttur frá Pönnukökuvagninum.

Þórhildur er matreiðslumeistari að mennt og hjá Kokkhúsi starfar hún við eigin framleiðslu á heitreyktri Hólableikju með villijurtum. Hjá BioPol, sem er með höfuðstöðvar á Skagaströnd, hefur hún umsjón með vörusmiðju.

Samtök smáframleiðenda matvæla voru stofnuð 5. nóvember á síðasta ári. Innan þeirra vébanda eru 75 framleiðendur.

Frá stofnfundi samtakanna. Guðrún Hafsteinsdóttir, fundarstjóri, og svo kemur fyrsta stjórnin; Þröstur Heiðar Erlingsson, Guðný Harðardóttir, Svava Hrönn Guðmundsdóttir og Þórhildur M. Jónsdóttir. Á myndina vantaði Karen Jónsdóttur. Mynd / TB

Skylt efni: Smáframleiðsla

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...