Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 mánaða.
Þögli meirihlutinn vill meiri loftslagsaðgerðir
Utan úr heimi 8. maí 2025

Þögli meirihlutinn vill meiri loftslagsaðgerðir

Höfundur: Þröstur Helgason

89% fólks í heiminum vill að yfirvöld grípi til frekari aðgerða til að bregðast við loftslagsvánni. Þetta sýna ritrýndar rannsóknir á viðhorfi almennings um allan heim.

Niðurstöðurnar koma flestum á óvart, jafnvel þeim sem fylgjast hvað best með fréttum og annarri umfjöllun um loftslagsmál. Um árabil hefur það verið viðkvæðið að fólk sem talar fyrir frekari loftslagsaðgerðum sé í minnihluta. Þessar nýju rannsóknir sýna þvert á móti að það er í miklum meirihluta.

Af þessum ástæðum efndu loftslagsblaðamenn víða um heim til verkefnis sem þeir kenna við 89% á degi jarðar í síðustu viku, 22. apríl. Markmiðið er að efla og auka umfjöllun um loftslagsmál í fjölmiðlum um allan heim. Guardian greinir frá.

Fæst vita að þau tilheyra meirihlutanum

Nýlegasta rannsóknin, People‘s Climate Vote 2024, var á vegum Oxford-háskóla og leiddi í ljós að 89% almennings í löndum sem teljast til fátækari hluta heims vilja að yfirvöld leggi meiri áherslu á loftslagsaðgerðir. Í þessum löndum búa um það bil fjórir af hverjum fimm jarðarbúum.

Í ríkari löndum hins iðnvædda heims vildu um það bil tveir af hverjum þremur íbúum harðari aðgerðir í þágu loftslagsins. Samanlagt má segja að 80% heimsbyggðarinnar styðji meiri aðgerðir.

Fjöldi rannsókna á vegum Yaleháskóla hafa leitt sömu viðhorf í ljós: flest fólk í flestum löndum vill meiri aðgerðir.

Það var svo í rannsókn á vegum Nature Climate Change sem fram kom að stærstur hluti jarðarbúa veit ekki að hann tilheyrir meirihlutanum sem vill meiri aðgerðir til þess að hamla gegn frekari hlýnun jarðar. „Einstaklingar um allan heim vanmeta kerfisbundið vilja annarra jarðarbúa til þess að grípa til aðgerða,“ segir í niðurstöðum skýrslunnar.

74% Bandaríkjamanna vilja aðgerðir

Sem stendur er þessi mikli meirihluti hljóður. Hans sjónarmið kemst ekki að í meginstraumsmiðlum og á samfélagsmiðlum. Og eftir að Donald Trump komst til valda og hóf að draga úr áherslu Bandaríkjanna á loftslagsaðgerðir og auka framleiðslu á jarðefnaeldsneyti, þá virðist fátt benda til þess að þetta breytist á næstunni.

Í Bandaríkjunum styðja raunar 74% íbúa að gripið verði til meiri aðgerða til að draga úr hlýnun. Það gengur þvert á stefnu forsetans.

Sambærileg tala á Indlandi er 80% og 90% í Burkina Faso. Viðhorfin eru einnig breytileg eftir kyni, aldri, pólitískum skoðunum fólks og efnahagsstöðu.

Enn er hægt að bregðast við

Vísindafólk hefur lengi haldið því fram að heimurinn búi yfir þeim tólum og tækjum sem þarf til þess að bregðast við hamfarahlýnuninni. Spurningin er hvort hinn þögli meirihluti hafi náð skilaboðunum. Um það snýst verkefnið sem kennt er við 89%. Því er ætlað að efla vitund almennings um að það er enn hægt að snúa þróuninni við ef vilji er fyrir hendi. Margir stærstu fjölmiðlar heims hafa þegar skráð sig til þátttöku og það hefur Bændablaðið einnig gert. Lesendur mega því eiga von á því að sjá fleiri fréttir um loftslagsmál í blaðinu á næstunni.

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...