Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Því er spáð að miðað við núverandi þróun verði heimsframleiðsla plasts komin í 1.100 milljónir tonna árið 2050. Það er rúmlega tvöföldun frá því
 sem nú er.
Því er spáð að miðað við núverandi þróun verði heimsframleiðsla plasts komin í 1.100 milljónir tonna árið 2050. Það er rúmlega tvöföldun frá því sem nú er.
Mynd / Naja Bertolt Jensen
Utan úr heimi 24. júní 2024

Þjóðir heims taka í taumana

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Þjóðir heims vinna að sameiginlegum sáttmála um að koma í veg fyrir plastmengun á jörðinni. Reiknað er með að hann taki gildi á næsta ári.

Í nóvember 2024 munu fulltrúar ríkisstjórna þjóða heims koma saman í Suður-Kóreu, í fimmtu og síðustu lotu samningaviðræðna um alþjóðlegan, bindandi sáttmála um að koma í veg fyrir plastmengun á jörðinni. Slíkur sáttmáli er talinn vera dauðafæri til að skapa alþjóðlega lausn á þeirri vá sem stafar af plastmengun um heim allan. Ísland tekur þátt í sáttmálanum. Útlit er þó fyrir að ekki verði sett þak á plastframleiðslu.

Markmið sáttmálans er að minnka framleiðslu helstu plastefna um 40% milli áranna 2025 og 2040 og útrýma öllum óþarfa plastvörum sem hafa mengunarhættu í för með sér, þ.m.t. einnota hlutum og óþarfa umbúðum. Jafnframt á að koma á bindandi og sértækum hönnunarkröfum um plastvörur og samtengdum ráðstöfunum og aðferðum til að gera þessi umskipti skilvirk og réttlát, þ.m.t. í formi tæknilegrar og fjárhagslegrar aðstoðar. Þannig á að berjast heildstætt gegn allri plastmengun með aðgerðum sem beinast að öllum lífsferli plasts og stuðla jafnframt að ábyrgri neyslu og framleiðslu.

Ísland hvatti til alþjóðasáttmála

Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna telur að hringrásarnálgun við framleiðslu og meðferð plasts gæti minnkað innstreymi plastúrgangs í höfin um yfir 80% til ársins 2040 og minnkað frumframleiðslu plasts um 55%, með tilheyrandi sparnaði í fjármunum og losun gróðurhúsalofttegunda.

Vorið 2019 samþykktu Norðurlöndin sameiginlega yfirlýsingu þar sem þau mæltu fyrir nýjum alþjóðlegum samningi gegn plasti í hafinu. Norræna ráðherranefndin hefur fjallað um hvernig slíkur sáttmáli gæti litið út og hvatt til alþjóðlegs samkomulags. Ísland hefur verið í hópi ríkja sem hafa barist fyrir því að samningur um plastmengun sé gerður.

Samtal um sáttmálann hófst árið 2017, þegar umhverfisþing Sameinuðu þjóðanna stofnaði sérfræðingahóp sem falið var að kanna hugsanlegar aðgerðir á heimsvísu til að styðja við langtímaútrýmingu sjávarsorps og plastmengunar. Alþjóðasjóður villtra dýra (e. World Wildlife Fund/WWF), ásamt öðrum umhverfissamtökum, setti þá í fyrsta sinn fram hugmyndina um alþjóðlegt og bindandi samkomulag gegn plastmengun.

Í mars 2022 ræddi fimmta umhverfisþing Sameinuðu þjóðanna, í Kenýa, hina alþjóðlegu plastkreppu. Samþykktu 175 þjóðir þá að undirbúa alþjóðlegan sáttmála um plastmengun, sem tæki gildi nú 2024, og komust jafnframt að samkomulagi um að hraða aðgerðum svo hægt yrði að innleiða sáttmálann strax árið 2025.

Fjórði fundur milliríkjasamninganefndar um málið fór fram í lok apríl sl. í Ottawa, Kanada. Lagt hafði verið til ákvæði um hámark á árlegri plastframleiðslu en það komst ekki inn í samningsdrögin. Hefur það verið harðlega gagnrýnt af m.a. náttúruverndarsamtökum og þykir veikja tilvonandi samning.

Fundur umhverfisráðherra G7- ríkjanna, haldinn á Ítalíu 13.-15. júní, fjallar m.a. um hvaða möguleikar eru á að draga úr plastframleiðslu á heimsvísu.

Plastframleiðsla meira en tvöfaldist

Því er spáð að miðað við núverandi þróun verði heimsframleiðsla plasts komin í 1.100 milljónir tonna árið 2050. Nú eru árlega framleiddar um og yfir 462 milljónir tonna af plasti. Um 85% af öllu plasti endar á urðunarstöðum eða sem óreglulegur úrgangur. Af þeim sjö milljörðum tonna af plastúrgangi sem myndast hefur á heimsvísu hingað til hafa innan við 10% verið endurunnin.

Mengandi plast er m.a. einnota plast, eins og hnífapör og umbúðir, og örplast, t.d. úr vefnaðarvöru. Örplastagnir eru ekki lokaafurð plastúrgangs þar sem þær halda áfram að brotna niður í nanóplast.

Nú er áætlað að á bilinu níu til fjórtán milljónir tonna af plastúrgangi lendi árlega í sjónum. Plastúrgangur hefur fundist á öllum svæðum heimsins, allt frá dýpstu hafsvæðum til afskekktustu fjalla, sem og nanóplast í andrúmsloftinu og lífverum, þ.m.t. manneskjum. Rannsóknir benda til að nanóplast geti farið yfir verndandi lífhimnur í líkamanum og þannig komist í blóðrásina, fylgju, safnast fyrir í heila og hugsanlega haft skaðleg áhrif á fólk.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...