Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Frá þjóðbúningamessunni í kirkjunni haustið 2023
Frá þjóðbúningamessunni í kirkjunni haustið 2023
Mynd / Heimir Hoffritz
Líf og starf 23. september 2024

Þjóðbúningamessa

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson og Sigrún Pétursdóttir

Þjóðbúningamessur hafa verið haldnar hérlendis við hátíðleg tækifæri undanfarin ár, minnisvarði þess er kirkjugestir mættu prúðbúnir til messu.

Íslendingar fyrr á tímum unnu langa og stranga vinnudaga sem gekk oft nærri, bæði til líkama og sálar. Sunnudaginn var þó reynt að halda heilagan, en þá klæddist fólk upp á og hélt til messu. Margir áttu til þess tilefnis peysuföt, upphlut eða ullarbuxur og treyju, fatnað sem oft gekk í arf, en þjóðbúninga var gætt vandlega með það í hug að hægt væri að nýta frá kynslóð til kynslóðar.

Fyrsta sunnudaginn í október verður haldin þjóðbúningamessa í Villingaholtskirkju í Flóahreppi og kaffi á eftir. Sér kirkjan um veigar en eru gestir beðnir um að taka með sér bakkelsi sem hægt er að deila með öðrum. Mun sr. Guðbjörg Arnardóttir leiða messuna, organisti verður Guðmundur Eiríksson og kór Hraungerðis- og Villingaholtskirkna syngur. Fer messan fram klukkan 14 og fólk hvatt til að mæta í íslenskum þjóðbúningum.

Skylt efni: þjóðbúningar

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...