Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Þingmenn í fantasíuheimi almennings
Líf og starf 16. desember 2021

Þingmenn í fantasíuheimi almennings

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Margir kannast eflaust við tölvuleikinn vinsæla Fantasy Football eða aðra sambærilega leiki tengda íþróttum. Nú hefur frumkvöðull nokkur, Þórður Vilmundarson forritari, tekið sig til og hannað sambærilegan leik, en tengdan stjórnmálamönnum. Því nefndan Fantasy Althingi.

Leikurinn gengur að mestu leyti út á hið sama og aðrir slíkir leikir, þeir sem hann spila stofna flokk sex þingmanna og stigafjöldinn safnast saman eftir hve vel þingmönnum gengur í þingsal. Enn sem komið er fá leikmenn einungis stig þegar þingmenn stíga í pontu, þá eitt stig fyrir hverja mínútu og svo aukast stigin til jafns við atkvæði í atkvæðagreiðslum. Mínusstig eiga við er þingmenn greiða ekki atkvæði.

Eins og er, er ekki hægt að veita mínusstig þó bjallan glymji við ræðuhöld þingmanna, en það er eitthvað sem Þórður sér fyrir sér að bæta við leikinn. Eins og staðan er núna er svo hægt að velja sér nýjan þingmann ef leikmenn eru ekki sáttir við frammistöðu viðkomandi, en þá kemur nývalinn þingmaður inn eftir viku.

Þess má geta að verðmætustu þingmenn leiksins að svo stöddu eru Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, þá Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir í Viðreisn á meðan Inga Sæland í Flokki fólksins trónaði á toppnum fyrstu vikuna.

Aðspurður segir Þórður að leikurinn, sem hægt er að finna á slóðinni Fantasyalthingi.is, sé enn í svokallaðri betaútgáfu og lokað sé fyrir skráningar í bili. Eins og er hafa í kringum þrjátíu leikmenn prófað leikinn en vonast er til að hægt verði að auka fjöldann er hinn raunverulegi þingheimur fer í jólafrí.
Svo verður bara gaman að sjá hvaða þingmaður taki sig til og verði fyrstur til að prófa leikinn!

Skylt efni: Alþingi leikur

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...