Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Ómar Smári Óttarsson með flottan sjóbirting úr Tungulæknum.
Ómar Smári Óttarsson með flottan sjóbirting úr Tungulæknum.
Í deiglunni 17. október 2017

Þetta verður árleg ferð hjá okkur

Höfundur: Gunnar Bender
Sjóbirtingsveiðin  er flott þessa dagana og veiðimenn eru að fá fína veiði. Fiskurinn er vænn og það virðist vera mikið af honum víða. Ómar Smári Óttarsson var að koma úr veiði við Kirkjubæjarklaustur. Gefum honum orðið.
 
„Við fórum nokkrir félagar í Tungulæk og gekk nú bara frekar vel, náðum að landa í kringum 50 fiskum og misstum eitthvað svipað. En maður þurfti nú heldur betur að vinna fyrir því samt. Við vorum að kasta á Breiðuna fullt af fiski, örugglega í kringum þúsund fiska, en þeir voru bara ekki í miklu tökustuði.  Þeir voru þó að sýna sig mikið á svæðinu. 
 
Þær flugur sem virkuðu á þá voru þurrflugur, „hitce“ og litlir „stremerar“ eins og „sunrey, black ghost“ og „Flæðarmúsin“.  Þá vorum við að vinna með þunga „stremera“ og sökkutaum. 
 
Það komu fjórir risar á land, stærsti 88 sentímetrar og 52 sm í ummál.  Svo komu tveir 83 cm alveg nákvæmlega jafn stórir, en mjög ólíkir á litinn. Síðan kom einn silfraður og flottur í kringum 80 og eitthvað cm. Meðalstærðin var býsna góð, í kringum 60–70 cm og feitir og sterkir.
 
Eins og ég sagði, þá var þetta ekki gefin veiði. Við þurftum að vinna vel fyrir þessu og myndi ég segja að við hefðum verið grjótharðir, því það var hræðilegt veður. Engu að síður  var þetta rosalega skemmtileg ferð og ætlum við að hafa þetta árlegt,“ sagði Ómar enn fremur.

Skylt efni: Tungulækur | sjóbirtingur

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...