Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 mánaða.
Þessi fjárans loftslagsmál
Af vettvangi Bændasamtakana 14. október 2025

Þessi fjárans loftslagsmál

Höfundur: Hilmar Vilberg Gylfason, sérfræðingur í sjálfbærni hjá BÍ.

Ef þú, lesandi góður, ert orðinn þreyttur á umræðunni um loftslagsmál þá er það ekkert skrýtið. Loftslagsmál eru þeim annmarka háð að verið er að fjalla um ósýnileg efni sem eru allt í kringum okkur. Hlutfall þessara ósýnilegu efna í kringum okkur getur samt sem áður haft mikil áhrif á okkur og aðstæður okkar allra bæði í nútíð og framtíð. Landbúnaður framleiðir ýmsar nauðsynjar og þar á meðal stóran hluta allra matvæla sem neytt er í heiminum. Þar af leiðandi eru loftslagsmál og möguleg óæskileg áhrif breytinga á þeim eitthvað sem bændur gera sér grein fyrir.

Í landbúnaðarstefnu stjórnvalda til ársins 2040 segir að stuðningur við landbúnað skapi stöðugan og traustan grundvöll fyrir innlenda matvælaframleiðslu og fæðuöryggi þjóðarinnar og þar segir einnig að hvati verði skapaður innan stuðningskerfis landbúnaðarins til að auðvelda bændum að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og auka bindingu í gróðri og jarðvegi. Landbúnaðarstefnunni er því ætlað að tryggja sjálfbæran rekstur býla og byggir stefnumörkun bænda í loftslagsmálum meðal annars á þessu grundvallaratriði.

Eins og áður hefur komið fram í skrifum undirritaðs eru bændur frumkvöðlar í aðgerðum í loftslagsmálum og hafa bændur kerfisbundið unnið að ýmsum málum sem skilað hafa gríðarlegum árangri í samdrætti losunar á hverja framleidda einingu í landbúnaði. Bændur hafa einnig verið stórir framkvæmdaaðilar í þeirri umfangsmiklu skógrækt og landgræðslu sem skilað hefur umtalsverðum jákvæðum áhrifum inn í loftslagsbókhald Íslands.

Loftslagsvegvísir bænda, unninn af bændum fyrir bændur, var samþykktur á Búnaðarþingi 2025. Vegvísirinn hefur auðveldað allt samtal sem hefur átt sér stað um loftslagsmál og aðgerðir í landbúnaði. Í vegvísinum kemur skýrt fram að horfa verði til þess, þegar teknar eru ákvarðanir um loftslagsmál landbúnaðarins, að 96% losunar sem reiknast á landbúnað kemur frá lífrænum ferlum, þ.e. dýrum, plöntum og jarðvegi. Eðlilega er flóknara og það þarfnast meiri rannsókna að innleiða aðgerðir sem hafa áhrif á slíka ferla heldur en þegar verið er að skipta út dísil- eða bensínbíl fyrir rafmagnsbíl.

Félagskerfi bænda hefur síðan sett fram þrjú grundvallaratriði sem allar aðgerðir í loftslagsmálum sem snúa að landbúnaði verða að uppfylla. Þau eru Fæðuöryggi, Matvælaöryggi og Sjálfbær rekstur býla en öll þessi atriði eru einnig grundvöllur landbúnaðarstefnu stjórnvalda. Í loftslagsvegvísinum er nánar útfært hvernig tryggt er að þessum grundvallaratriðum sé fylgt við mat, útfærslu og innleiðingu aðgerða.

Staðreyndin er að enginn hefur betri þekkingu á því hvernig landbúnaður er stundaður en bændur sjálfir. Þess vegna er Loftslagsvegvísir bænda nauðsynlegur vegvísir fyrir alla þá sem koma að mótun aðgerða sem stendur til að innleiða í landbúnað. Við vinnu á loftslagsvegvísinum var haft samráð við fjölmarga aðila og eftir að hann var samþykktur hefur hann verið kynntur fyrir stjórnvöldum og hagaðilum. Í öllu þessu ferli hefur náðst að koma til skila þeirri sérstöðu sem landbúnaðurinn hefur gagnvart loftslagsmálum og mikilvægi þess að ákvarðanir í málaflokknum taki ávallt mið af grundvallaratriðum þremur. Þegar auðveldara er að eiga samtalið þá gerast góðir hlutir.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...