Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Þekktur svínabóndi hættir framleiðslu sérvöru
Fréttir 9. desember 2015

Þekktur svínabóndi hættir framleiðslu sérvöru

Höfundur: Erla Hjördís Gunnarsdóttir

Þekktur svínaframleiðandi í Danmörku, Karsten Westh, ákvað á dögunum að hætta framleiðslu á svínakjöti með ákveðna sérstöðu vegna þess að veitingastaðir og verslunarkeðjur eru
ekki tilbúin til að borga fullnægjandi verð fyrir vöruna.

Að því  er fram kemur í Landbrugsavisen þá   mun  Karsten loka fyrirtæki sínu, Det Bornholmske Kødkompagni, sem hefur frá byrjun árs selt svínakjöt undir vörumerkjunum Bryggerigris, Økogris og Økoskovgris.

Viðskiptahugmynd Karsten gekk út á að selja svínakjöt af sérvöldum grísum sem voru fæddir, uppaldir og slátraðir á Bornholm.

Kennir verslanakeðjurisunum um

Svínabóndinn kennir nú  sérstaklega verslanakeðjunum um að sjá sér ekki fært að borga nægilega vel fyrir  gæðavörur  frá  honum og að forsvarsmenn þeirra vilji fá alltof stóran hlut í sinn vasa. Kjötið sem þeir eru tilbúnir að greiða 40–50 danskar krónur á kílóið fyrir er selt á 150 danskar krónur á kílóið og þar ofan á bætist virðisaukaskattur.

Karsten gengur harðast út gegn verslanakeðjunni Coop í dönskum fjölmiðlum og segir þá tilbúna að greiða fimm krónur meira fyrir gæðakjöt frá Bornholm en að viðræður við þá hafi ekki náð lengra. Einnig er hann svekktur út í veitingastaði í nærumhverfi sínu sem hafa boðið kjöt frá honum undir öðrum formerkjum en rétt eru og sjálfsagt vegna þess, að hans mati, að þeir vilja ekki borga það verð sem sanngjarnt er fyrir bóndann.

Útflutningur á unnu svínakjöti til Kína

Á sama tíma greinir Landbrugsavisen einnig frá því að nú styttist í að kínversk yfirvöld gefi grænt ljós á að opna fyrir innflutning til sín á dönsku elduðu svínakjöti, eins og pylsum. Tveir þriðju hlutar af kjöti sem rúmlega milljarður Kínverja neytir er svínakjöt og áætla Danir nú að með innflutningnum geti það þýtt 250 milljónir danskra króna árlega aukalega í danskar útflutningstekjur.

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...