Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
„Fyrir okkur sem stundum landbúnað og matvælaframleiðslu með umhverfisvænum hætti hefur Katrín Jakobsdóttir verið viss aflvaki enda eru umhverfismál henni hugleikin,“ segir Eygló Björk Ólafsdóttir.
„Fyrir okkur sem stundum landbúnað og matvælaframleiðslu með umhverfisvænum hætti hefur Katrín Jakobsdóttir verið viss aflvaki enda eru umhverfismál henni hugleikin,“ segir Eygló Björk Ólafsdóttir.
Lesendarýni 31. maí 2024

Þekking og reynsla Katrínar

Höfundur: Eygló Björk Ólafsdóttir, viðskiptafræðingur og lífrænn bóndi í Vallanesi.

Forsetakosningar eru fram undan sem ávallt er merkur og mikilvægur atburður í lýðræðissamfélagi.

Eygló Björk Ólafsdóttir.

Nú fer fram spennandi kosningabarátta og við erum heppin hvað margir virðast hafa áhuga á þessu embætti, margir gæddir hæfileikum sem þess virði
er að máta við embættið. Ýmsar hugsanir koma fram í þessu ferli hjá okkur sem veljum okkur forseta. Sumar draumkenndar eða beinlínis skemmtilegar, en aðrar meira niðri á jörðinni. Það eru ekki alltaf jólin. Við þekkjum það öll að upp geta komið krísur þar sem á reynir, umfram allt sem við hefðum getað ímyndað okkur.

Í mínum huga þarf sú manneskja sem kosin er til embættis forseta Íslands að vera traustsins verð í víðum skilningi. Manneskja sem virðing er borin fyrir, manneskja sem ber virðingu fyrir öðrum. Er góður talsmaður þjóðarinnar og vitnisburður um íslenska menningu og tungu. Góð fyrirmynd og þeim kostum gædd að geta byggt brýr á milli fólks. Manneskja sem getur dregið athygli að málum með framkomu sinni, samskiptum og innihaldi.

Katrín Jakobsdóttir er ein þessara frambjóðenda og sú sem ég tel að hafi hvað mest fram að færa í þetta embætti. Þekking hennar á gangverki stjórnmálanna og praktískum atriðum um okkar kerfi er ótvíræð og djúp eftir langa veru á þingi, sem ráðherra menntamála og nú í seinni tíð sem forsætisráðherra.

Sterkt tengslanet hennar nær langt út fyrir landsteinana innan stjórnmálanna sem og alþjóðlegra stofnana. Rætur hennar í bókmenntum og menningu er lykilatriði í hlutverki sem forseti Íslands gegnir dag frá degi og varðar ekki síst tungumálið okkar.

Á þetta mun svo sannarlega reyna þegar fólk af ólíkum þjóðernum sest hér að í vaxandi mæli og við öll í daglegu lífi og störfum þurfum að leggja áherslu á að það aðlagist betur að íslensku samfélagi.

Fyrir okkur sem stundum landbúnað og matvælaframleiðslu með umhverfisvænum hætti hefur Katrín Jakobsdóttir verið viss aflvaki enda eru umhverfismál henni hugleikin.

Ég er þess fullviss að Katrín muni leggja þeirri hugsjón lið eins og í hennar valdi stendur ef hún yrði kosin til þessa háa embættis. Mér finnst mikilvægt að hafa Katrínu Jakobsdóttur í þjónustu við þjóðina og er þakklát henni fyrir að bjóða sig fram til forseta Íslands. Hún er sá frambjóðandi sem ég treysti best til að vinna að öllum þessum markmiðum og takast á við framtíðina með leiðtogahæfileikum sínum, þekkingu og sinni víðtæku reynslu.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...