Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Síðustu 10 ár hefur banaslysum í umferðinni fækkað verulega þrátt fyrir mikla fjölgun ökutækja í umferðinni, náði að fara niður í 3 banaslys 2014 sem var metár.
Síðustu 10 ár hefur banaslysum í umferðinni fækkað verulega þrátt fyrir mikla fjölgun ökutækja í umferðinni, náði að fara niður í 3 banaslys 2014 sem var metár.
Fréttir 22. febrúar 2022

Þegar við stöndum saman er árangurinn oft góður

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson - liklegur@internet.is

Í byrjun árs hér í þessum pistlum hef ég nokkrum sinnum vitnað til góðs árangurs í forvörnum bæði á Írlandi og í Englandi við landbúnað. Of sjaldan hef ég verið að vitna í góðan árangur hér heima í ýmsum forvörnum, en ef betur er skoðað þá má læra margt gott og segja frá árangursríku forvarnarstarfi hér heima, við erum að standa okkur svo vel á mörgum stöðum að eftir er tekið víða erlendis og gætum eflaust hjálpast betur að í forvörnum með samhentu átaki.

Það vakti mikla athygli erlendis samhugur og samstaða Íslendinga þegar á annað þúsund manns komu að leit að flugvél sem týndist við Þingvallavatn fyrir síðustu helgi. Þó svo að flug sé einhver öruggasti ferðamáti í heiminum þá verða alltaf slys í flugi, en flugslys eru einhver mest rannsökuðu slys sem til eru í heiminum í þeim tilgangi að forðast þau.

Slysavarnaskóli sjómanna eitt besta dæmi Íslands í forvörnum

Hilmar Snorrason, skólastjóri Slysavarnaskóla sjómanna.

Árið 1985 var Slysavarnaskóli sjómanna stofnaður, byrjaði smátt með lítið fjármagn, en efldist með hverju árinu sem skólinn var rekinn. Samkvæmt minni talningu hefur átta sinnum komið heilt ár þar sem allir sjómenn komu heim úr sjóferðum. Fyrir góðan árangur Slysavarnaskólans var Hilmar Snorrason sæmdur Stórriddarakrossi af forseta Íslands, orðu sem hann átti fyllilega skilið að fá fyrir frábært starf sem skólastjóri Slysavarna- skóla sjómanna.

Lykillinn að lágri slysatíðni til sjós er að aldrei er slakað á vaktinni í forvörnum til sjós og sem dæmi um það er að janúar var kynnt nýtt átak í slysavörnum til sjós sem nefnist: Tólf hnútar, átak sem vert verður að fylgjast með í framtíðinni.

Umferð gangandi og bíla hefur breyst mikið

Annað dæmi um góðan árangur í forvörnum er sú fræðsla og forvarnir sem unnin er af Samgöngustofu í umferð á landi. Umferðarráð var stofnað 1969 og hóf forvarnir fyrir umferð á landi, en markviss skráning umferðarslysa hófst 1966. Fyrir um 20-30 árum var algengt að banaslys í umferðinni á hverju ári væru á bilinu 15-25 á hverju ári.

Síðustu 10 ár hefur banaslysum í umferðinni fækkað verulega þrátt fyrir mikla fjölgun ökutækja í umferðinni, náði að fara niður í 3 banaslys 2014 sem var metár, en það þarf að fara allt aftur til ársins 1936 þar sem 2 létust í umferðarslysum það ár.

Síðustu 10 ár hefur umferðin árlega tekið frá þremur til 18 líf árlega, en ljósi punkturinn er að síðustu þrjú ár hafa innan við 10 látist í umferðinni árlega (2019 6, 2020 8, 2021 4). Eflaust má þakka færri slysum síðustu þrjú ár minni umferð, betri ökutækjum og betri vegum, en ekki má vanmeta fræðslu og umferðaráróður í fjölmiðlum. 

Fólk virðist óþreyjufullt í biðinni eftir „Covid-frelsinu“

Það er sama hvað við mig er sagt varðandi „Covid-umræðuna“ að Íslendingar eru að standa sig best af öllum í forvörnum gagnvart Covid-19. Það eru ekki margar þjóðir sem geta státað af annarri eins tölfræði og Íslendingar af smituðum á móti látnum í þessum heimsfaraldri. Þrátt fyrir sóttvarnareglur þá hafa margar aðrar þjóðir verið með boð og bönn sem eru mun strangari en hér á landi, samanber útgöngubann, lokuð landamæri o.fl. Ef tölulegar staðreyndir eru skoðaðar þá benda fyrstu niðurstöður hjá Íslenskri erfðagreiningu til þess að yfir 100 þúsund manns hafi fengið Covid á Íslandi.

Nú þegar Covid-faraldurinn er líklegast að líða undir lok er niðurstaðan að dánartíðni á Íslandi, sem hlutfall af greindum smitum, er ein sú lægsta í þróuðum ríkjum, þar sem smit eru yfirleitt greind.

Dánartíðni á Íslandi var 128 á hverja milljón íbúa. Í Noregi 273. Í Finnlandi 364. Í Danmörku var hún 650. Í Þýskalandi 1.422. Í Svíþjóð, 1.548, og í Bandaríkjunum 2.711. Sláandi tölur, en almennri bólusetningu Íslendinga er þakkaður þessi árangur fyrst og fremst ásamt  almennri þátttöku og hlýðni landsmanna í að fara eftir tilmælum um sóttvarnir og bólusetningu.

Að ofantöldu er greinilegt að við Íslendingar erum „best“ þegar við stöndum saman og það er því dapurt þegar fólk sem ég vil kalla „veikt“ getur ekki beðið í nokkra daga í viðbót eftir frelsinu og talar niður ráðleggingar okkar færasta fagfólks með „huglausu hávaða hundsgelti“ sem er ekkert annað en það sem oft er kallað „heimskutuð“.

Sama sláturhús sektað þrisvar
Fréttir 17. maí 2024

Sama sláturhús sektað þrisvar

Matvælastofnun (MAST) hefur þrisvar sinnum á þessu ári lagt stjórnvaldssekt á sv...

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna
Fréttir 17. maí 2024

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna

Hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga af rekstri félagsins á árinu 2023 reyndist rúml...

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...

Vetnisknúin skip í smíðum
Fréttir 15. maí 2024

Vetnisknúin skip í smíðum

Smíði er hafin á tveimur vetnis­ skipum á vegum Samskipa. Áætlað er að þeim verð...

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...