Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
GM Bent Larsen hvítt – Sigurður Gunnar Daníelsson svart, svartur á leik.
35....Hxf2+ 36. Kh3. Rf3....og hér gafst Larsen upp þar sem mannstap verður ekki flúið.
GM Bent Larsen hvítt – Sigurður Gunnar Daníelsson svart, svartur á leik. 35....Hxf2+ 36. Kh3. Rf3....og hér gafst Larsen upp þar sem mannstap verður ekki flúið.
Líf og starf 10. júní 2024

Þegar Siggi Dan vann Larsen

Höfundur: Hermann Aðalsteinsson, lyngbrekku@simnet.is

Í maí árið 1972 tefldi danski stórmeistarinn Bent Larsen fjöltefli í sænsku borginni Malmö gegn 36 skákmönnum.

Hermann Aðalsteinsson.

Larsen, sem á þeim tíma var einn af sterkustu skákmönnum heims, vann 27 þeirra, fjórar skákir enduðu með jafntefli en fimm skákmenn náðu að vinna Larsen og var Sigurður Gunnar Daníelsson á meðal þeirra. Siggi Dan, eins og hann var ávallt kallaður, vann skákina með svörtu mönnunum. Hann var afskaplega ánægður með þennan sigur og var þetta í eina skiptið sem Siggi Dan vann stórmeistara. Þetta var alvöru fjöltefli af gamla skólanum, sem stóð yfir í 4 klukkutíma, en skákklukkur voru ekki notaðar við fjölteflið.

Sigurður Gunnar Daníelsson.

Sigurður Gunnar Daníelsson gekk til liðs við Skákfélagið Goðann í Þingeyjarsýslu árið 2013 og varð skákmeistari félagsins árið 2016. Siggi tefldi oft með Goðanum á Íslandsmóti skákfélaga en sína síðustu skák tefldi hann í október árið 2022. Skákstíll Sigga var mjög villtur. Stigahærri skákmenn áttu oft í miklum erfiðleikum með að svara hvössum sóknarleik Sigga sem oft fórnaði manni snemma í sínum skákum. En það kom ekki að sök. Mjög oft stóð hann uppi sem sigurvegari.

Sigurður Gunnar Daníelsson starfaði við grunnskólann á Raufarhöfn sín síðustu ár sem tónlistarkennari, en hann starfaði m.a. í Húnavatnssýslu og á Vestfjörðum sem tónlistarkennari og undirleikari hjá hinum ýmsu kórum.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...