Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Katrín Jakobsdóttir segir skýrar upprunamerkingar geta auðveldað upplýsta ákvörðun þegar keyptar eru matvörur.
Katrín Jakobsdóttir segir skýrar upprunamerkingar geta auðveldað upplýsta ákvörðun þegar keyptar eru matvörur.
Mynd / ál
Fréttir 25. mars 2024

Þarft að fara í saumana á styrkjakerfinu

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og starfandi matvælaráðherra, sagði á setningu Búnaðarþings að stjórnvöld og bændur eigi að þora að ræða breytingar á styrkjakerfi landbúnaðarins.

Markmiðin eigi að vera skýr, en þau séu að tryggja betur afkomu bænda og viðnámsþrótt íslensks samfélags með auknu fæðu- og matvælaöryggi. Þegar núgildandi búvörusamningar renni út árið 2027 þurfi allir að vera tilbúnir til að takast á við þau úrlausnarefni sem samfélagið standi frammi fyrir.

Bændur forsenda fæðuöryggis

„Ein stærsta áskorunin er að tryggja afkomu bænda, sem er í raun og veru mjög mikilvægur hluti af því að tryggja efnahagslegan og samfélagslegan stöðuleika. Það verður ekkert fæðuöryggi á Íslandi ef afkoma og starfsaðstæður bænda þróast í allt öðrum veruleika en samfélagið í heild.“

Á meðan aðrar stéttir séu búnar að semja um kjarabætur og styttingu vinnuvikunnar sitji bændur eftir með langan vinnudag og mikið álag. Þá hafi nýleg rannsókn leitt í ljós að streita og þunglyndi sé algengari meðal bænda en annarra á vinnumarkaði.

Því sé rétt að spyrja hvort núverandi stuðningskerfi sé að sinna hlutverki sínu með fullnægjandi hætti eða hvort aðrar nálganir væru árangursríkari.

Hefur trú á neytendum

Katrín segist hafa mikla trú á íslenskum neytendum og að þeir vilji standa með innlendum landbúnaði. Því þurfi að gera það einfalt fyrir neytendur að taka upplýstar ákvarðanir, en nú sé oft erfitt að átta sig á uppruna matvæla. „Það eru engar fánamerkingar þegar ég ætla að kaupa mér lambakjöt,“ segir Katrín. Hún gæti óafvitandi keypt erlent kjöt því það sé merkt með smáu letri og sé hvað innan um annað.

„Ef við treystum því að almenningur á Íslandi vilji standa með innlendri framleiðslu þá þurfum við líka að hjálpa þeim sama almenningi að velja innlenda framleiðslu. Það erum við ekki að gera núna.“ Katrín nefnir í þessu samhengi upprunamerkinguna Íslenskt staðfest sem hafi verið sett á laggirnar að norrænni fyrirmynd.

Á Norðurlöndunum hafi sambærilegar merkingar skilað sér í hærra afurðaverði fyrir innlenda framleiðslu en almennt í öðrum löndum Evrópusambandsins. Samt sem áður fái neytendur sjaldan að sjá Íslenskt staðfest þar sem afurðastöðvar beri því við að það kosti of mikið. Katrín segir það ekki sannfærandi rök.

Forsætisráðherra hvatti þátttakendur á Búnaðarþingi til að láta í sér heyra varðandi merkingar matvæla, því dæmin sanni erlendis frá að þær geti haft mun meiri áhrif en margar aðrar aðgerðir af hálfu stjórnvalda.

Skylt efni: Búnaðarþing

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...