Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 mánaða.
Þakklæti
Leiðari 21. mars 2025

Þakklæti

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Bændablaðið hefur í áranna rás notið góðs af sterkum tengslum við bændur landsins. Fyrir utan að vera höfðingjar heim að sækja búa þeir yfir einstakri og uppbyggilegri sýn á hin ýmsu þjóðfélagsmál sem reynst hefur blaðinu haldgott veganesti.

Sú jákvæðni og rammheiðarleg innsýn í tilveru fólks víða um land, sem veitir aðgang að daglegu lífi sínu, tel ég að sé kjarni Bændablaðsins og ein meginástæða þess að blaðið nýtur jafnmikillar velvildar og raun ber vitni.

Bændablaðið hefur verið gefið út af Bændasamtökum Íslands í þrjátíu ár. Saga þess er þó lengri, eins og fram kemur í sérstöku aukablaði sem gefið er út af tilefninu. Vöxtur blaðsins hefur verið stöðugur gegnum árin, sér í lagi vegna þess að blaðið hefur notið trausts lesenda sinna.

Bændablaðið er einstakur fjölmiðill á heimsvísu. Blaðið er fréttamiðill, sem rýnir í og skýrir frá málefnum líðandi stundar innan atvinnugreinar landbúnaðar og veitir með því aðhald.

Blaðið er einnig mannlífsmiðill, sem birtir einlæg viðtöl við landsmenn hringinn í kringum landið. Þá er þar reglulegt afþreyingarefni.

Einnig miðlar Bændablaðið faglegu efni um landbúnaðinn og niðurstöðum nýjustu rannsókna sem bændur geta nýtt sér í sínum störfum. Blaðið er einnig áhugaverður vettvangur skoðanaskipta.

Þá er Bændablaðið rómaður auglýsingamiðill og hefur stóreflst sem slíkur síðustu ár. Leitun er að viðlíka samsetningu fjölbreyttra efnistaka í einum og sama miðlinum.

Árangur blaðsins er engin tilviljun. Kjarninn liggur í starfsmönnum þess. Í gegnum árin hefur þar starfað metnaðarfullt starfsfólk, sem í raun lyftir grettistaki aðra hvora viku ársins með útgáfu hvers tölublaðs. Handtökin eru óteljandi, dagarnir erilsamir og orðin býsna mörg. Sjö starfsmenn starfa að blaðinu árið um kring í dag en um tuttugu manns koma að jafnaði að hverri útgáfu.

Með svo lítinn kjarnahóp með risastórt verkefni fyrir höndum alla daga er óhjákvæmilegt að skapist einstakur starfsandi og dýnamísk samvinna. Má fullyrða að sjaldan sé lognmolla á ritstjórn Bændablaðsins.

Starfsfólk Bændablaðsins hefur verið mér sem fjölskylda öll þau ár sem ég hef ritstýrt miðlinum. Kann ég þeim innilegar þakkir fyrir einstakt og viðburðaríkt samstarf, stuðning og ómetanlega vináttu.

Ég óska ykkur öllum áframhaldandi velfarnaðar í lífi og starfi, ég tel mig hafa notið forréttinda að fá að vinna með ykkur. Ég óska enn fremur Þresti Helgasyni velgengni í starfi ritstjóra Bændablaðsins.

Ég byrjaði að leggja Bændablaðinu til efni árið 2015 og hef því komið að útgáfunni í áratug. Síðustu þrjú ár hefur mér verið treyst fyrir ritstjórn blaðsins. Kann ég Bændasamtökunum kærar þakkir fyrir það traust og að hafa veitt mér öruggt starfsumhverfi öll þessi ár.

Megi gróska og gæfa fylgja Bændablaðinu um ókomna tíð.

Takk fyrir mig.

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...