Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Toyota Avensis 1,8 með bensínvél. Í baksýn er Hjálparfoss.
Toyota Avensis 1,8 með bensínvél. Í baksýn er Hjálparfoss.
Mynd / HLJ
Á faglegum nótum 10. október 2016

Þægilegur og rúmgóður fjölskyldubíll

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson
Fyrstu helgina í september var Toyota með stóra haustssýningu á bílum með ýmsum hausttilboðum. Að lokinni sýningunni fékk ég til prófunar Toyota Avensis-skutbíl. 
 
Hugmyndin var að taka stuttan prufuakstur á bílnum, en það var svo gott að keyra bílinn að stutti prufuaksturinn endaði í tæpum 300 km.
 
Hljóðlátasti bensínbíll sem ég hef keyrt
 
Eftir að hafa sett bílinn í gang varð ég að líta á snúningshraðamælinn til að sjá hvort vélin væri í gangi, svo lágvær var vélin. 
 
Þegar ég skoðaði þetta betur sá ég að vélarrýmið var vel hljóðeinangrað og ekki bara vélarrýmið sem var svona vel hljóðeinangrað því að í akstri heyrðist nánast ekkert veghljóð. Undirvagninn er líka hljóðeinangraður, jafnvel á malarvegi heyrist nánast ekkert steinahljóð. Aðeins einu sinni heyrði ég í vélinni í akstri, en það var þegar ég var með skiptinguna stillta á SPORT og var að finna snerpuna í bílnum að ég heyrði í vélinni í akstri.
 
Sætin afar þægileg í langkeyrslu
 
Bílstjórasætið er sérstaklega gott og varð ég hrifinn af hönnun og lögun sætisins þar sem sætið hélt vel við bakið á mér, en að setjast í þetta sæti minnti mig á þegar ég settist í keppnissæti á rallýbíl fyrir nokkrum árum. 
 
Í upphafi átti bíltúrinn að vera rétt austur fyrir fjall, en endaði í kaffi í Hrauneyjum, svo gott var að keyra bílinn. Í bakaleiðinni var malarvegakaflinn að Hjálpar­fossi prófsteinninn á bílinn í malarvegaakstri. Á hlykkjóttum og holóttum malarveginum var ég hreinlega límdur í sætið og haggaðist ekki vegna hliðarstuðningsins í sætinu.
 
1,8 lítra bensínvél sem skilar 147 hestöflum
 
Bíllinn sem ég prófaði var sjálfskiptur með 7 þrepa sjálfskiptingu, þægilegur að keyra í alla staði, en ekki alveg gallalaus. 
 
Það eina sem mér fannst varasamt var hversu ég fann lítið fyrir hraðanum og var aðeins of gjarn á að vera á of miklum hraða. 7 gíra sjálfskiptingin er mjúk, ég fann aldrei þegar bíllinn skipti sér. 
Farangur­srýmið er gott, en vara­dekkið er það sem ég kalla aumingi. 
 
Felgustærðin er 17 tommur og er fínt á malbiki, en fyrir mikinn akstur á malarvegum myndi ég alveg vilja sjá þennan bíl á 16 tommu felgum sem gætu borið belgmeiri dekk sem gæfu betri fjöðrun. 
 
Stutti bíltúrinn sem upphaflega var ráðgerður endaði í tæpum 300 km og samkvæmt aksturstölvu bílsins var meðaleyðsla mín 7,6 lítrar á hundraðið, en uppgefin meðaleyðsla samkvæmt sölubæklingi er á bilinu 5,9 til 6,4 lítrar á hundraðið.
 
Óásættanlegur ljósabúnaður
 
Það er aðeins tvennt sem ég get sett út á bílinn. Það er ljósabúnaðurinn og varadekksauminginn. 
Ljósin eru óásættanleg vegna þess að það þarf að kveikja á þeim í hvert skipti sem farið er af stað til að vera með afturljós og þar af leiðandi löglegur í umferðinni. Við það dofna ljósin í mælaborðinu svo mikið að maður sér varla á mælaborðið.
 
Rausnarlegt hausttilboð á aukahlutum
 
Á haustssýningunni var fjölskyldu­bíllinn Toyota Avensis auglýstur á tilboði með aukahlutum sem voru m.a. dráttarkrókur, farangursbox á topp (stundum kallað tengdamömmubox) og  fleira. 
 
Í boði fyrir Avensis er mikið af aukahlutum og búnaði hjá Toyota. Ódýrasti Avensis er á verði frá 4.210.000 upp í 5.890.000 sá dýrasti, en nánari upplýsingar er hægt að nálgast hjá sölumanni eða á vefsíðunni www.toyota.is. 
 
Helstu mál og þyngd:
Þyngd 1.410 kg
Hæð 1.480 mm
Breidd 1.810 mm
Lengd 4.820 mm
 
 

 

9 myndir:

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...