Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Féð komið í réttina og Hallgrímur Þórhallsson á Skriðuklaustri byrjaður að draga í dilka. Féð komið í réttina og Hallgrímur Þórhallsson á Skriðuklaustri byrjaður að draga í dilka.
Féð komið í réttina og Hallgrímur Þórhallsson á Skriðuklaustri byrjaður að draga í dilka. Féð komið í réttina og Hallgrímur Þórhallsson á Skriðuklaustri byrjaður að draga í dilka.
Mynd / EB
Líf og starf 8. október 2018

Það tekur um viku og 137 dagsverk að smala allan afrétt Fljótsdælinga

Höfundur: Erna Bjarnadóttir
Laugardaginn 22. september var réttað í Melarétt í Fljótsdal. Hátt á fjórða þúsund fjár var í réttinni, að sögn Jóhanns F. Þórhallssonar fjallskilastjóra. 
 
Afréttur Fljótsdælinga er afar víðfeðmur og skiptist í sex gangnasvæði sem eru Útheiði, 171 km2, en það fé er rekið í Melarétt. Þá er Rani, sem er 230 km2, Undir-Fell, 308 km2, Múli 232 km2, Kiðafell og Hraun, 103 km2 og Villingardalur, Flataheiði og Gilsárdalur 90 km2. 
 
137 dagsverk
 
Það eru lögð á 137 dagsverk til að smala þessi svæði. Gangnamenn eru sumir búnir að vera í smalamennskum á aðra viku. 
 
Göngum var flýtt vegna norðanáhlaupsins sem gerði um miðja vikuna á undan. Það fé sem er réttað á Melarétt kemur úr Útheiði, Rana, Undan-Fellum og af Vesturöræfum.
 
Ein stærsta rétt landsins var hlaðin úr grjóti fyrir 118 árum
 
Melarétt er ein stærsta rétt landsins, var hlaðin um aldamótin 1900 úr grjóti úr Bessastaðaá og er mikið mannvirki. Halldór Benediktsson teiknaði og stjórnaði byggingu réttarinnar, fyrst var réttað í Melarétt 26 sept. 1902. Þar sem grjótið í réttinni er sorfið undan árstraumnum þarf hún talsvert viðhald. Fjöldi fólks var í réttinni, heimamenn ásamt vinum og nágrönnum og gekk greiðlega að draga í sundur, margar hendur vinna ávallt létt verk. Réttarstjóri var Hjörtur E. Kjerúlf, bóndi á Hrafnkelsstöðum í Fljótsdal, og stýrði hann skömmtun á fé inn í dráttarhring úr almenningi.

11 myndir:

Skylt efni: Melarétt | réttir

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...