Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 mánaða.
Það sem skiptir máli
Af vettvangi Bændasamtakana 29. maí 2025

Það sem skiptir máli

Höfundur: Trausti Hjálmarsson, formaður Bændasamtaka Íslands

Hæstiréttur hefur staðfest með afgerandi hætti gildi búvörulaga, eins og þeim var breytt í marsmánuði í fyrra, en allir dómarar í fjölskipuðum dómi voru sammála um niðurstöðuna. Niðurstaðan er mikill sigur fyrir okkur bændur, en málinu er þó ekki lokið enn.

Eins og lesendur vita hefur matvælaráðherra lagt fram frumvarp á Alþingi, sem felur einfaldlega í sér afnám breytinganna frá því í fyrra. Ráðherra hefur aldrei farið í grafgötur með afstöðu sína í málinu og má alveg telja henni það til tekna. Ég hef hins vegar lagt áherslu á að fara verði varlega í að gera svo afdrifaríkar breytingar á lögunum án samráðs og greiningar á afleiðingum.

Í raun er málið nefnilega ekki flókið. Frá árinu 1998 hafa útgjöld ríkisins til landbúnaðar sem hlutfall af heildarútgjöldum ríkisins dregist saman um 64%. Þessum niðurskurði hefur landbúnaðurinn mætt með hagræðingu, en henni eru takmörk sett. Hagræðing í slátrun og kjötvinnslu eru leiðir sem enn eru færar til að auka tekjur bænda án þess að það leiði til hærra vöruverðs til neytenda. Þetta er aðalatriðið.

En opinber viðbrögð við dómi Hæstaréttar voru ekki síður áhugaverð en efni hans. Ég ætla ekki að eyða hér plássi í að rekja allt það sem sagt hefur verið um bændur, Bændasamtökin og mig á síðustu dögum. Þeir vita upp á sig skömmina sem eiga hana.

Við fengum að heyra gamalkunnug stef, þar sem reynt var að stilla bændum og neytendum upp sem andstæðum pólum og etja bændum saman hverjum gegn öðrum. Þetta er umræða sem við höfum engan áhuga á að taka þátt í.

Samtalið sem skiptir okkur máli er ekki við einstaka embættismenn eða gæslumenn sérhagsmuna, heldur við íslenskan almenning. Við vinnum nú að því að treysta á ný tengslin við fólkið í landinu, fólkið sem kaupir afurðirnar okkar og vill okkur bændum vel. Herferðin okkar, „Við erum öll úr sömu sveit“, vekur athygli á því sem sameinar okkur og er að auka meðvitund fólks um mikilvægi landbúnaðar fyrir íslenskt samfélag.

Með því að að beina orðum okkar og athygli að almenningi og fulltrúum hans á þingi munum við ná þeim árangri sem við höfum alltaf stefnt að; sanngjörnum tekjum fyrir bændur, sanngjörnum samkeppnisskilyrðum fyrir íslenskar afurðir og raunhæfum leiðum til að auðvelda nýliðun í stéttinni. Það er það sem skiptir máli. 

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...