Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Það er ljótt að ljúga
Mynd / Stjórnarráðið
Skoðun 9. október 2020

Það er ljótt að ljúga

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Í æsku var manni kennt að það væri ljótt að segja ósatt og því klingja ævinlega viðvörunarbjöllur þegar maður verður var við að fólk er að kynna fyrir öðrum hluti sem það veit jafnvel sjálft að eru ósannir. Þá er sérlega sárt þegar flutningsmenn „sannleikans“ er fólk í háum embættum og þjónar almennings sem skreyta sig með fínum titlum.

Í æsku var manni líka kennt að maður ætti að nota eigið hyggjuvit til að rýna til gagns og þá vera sérstaklega á varðbergi þegar aðrir fullyrða að eitthvað sé hinn eini rétti sannleikur. Reynslan hefur síðan kennt manni að þegar hart er lagt að manni að meðtaka sannleikann, þá er oftar en ekki maðkur í mysunni og stutt í ósannsögli og staðlausa stafi.

Því miður hefur maður alltof oft horft upp á fólk fara frjálslega með staðreyndir svo ekki sé fastar að orði kveðið. Því til staðfestingar má nefna mörg mál og eitt þeirra kom upp í hugann við lestur á Morgunblaðinu mánudaginn 5. október. Þar var greint frá því að ESA, sem er Eftirlitsstofnun EFTA, hafi sent Íslandi lokaviðvörun. Sú viðvörun er sett fram vegna þess að íslenska ríkið hefur þráast við að tryggja, að við innleiðingu laga vegna framkvæmdar EES-reglna frá Evrópusambandinu, þá standi þær reglur ávallt framar íslenskum lögum. Það eru ekki einhverjir heilalausir hálfvitar sem halda þessu fram, þó svo mætti skilja af orðræðu sumra, heldur lögfræðingastóð með allt ESB-veldið á bak við sig.

Málið snýst einfaldlega um að ef ágreiningur verður um lagatúlkun á milli EES-reglna og annarra settra laga, skuldbindi EFTA-ríkin sig til að setja, ef þörf krefur, lagaákvæði um að það séu EES-reglurnar sem gildi. Undir þetta hafa íslensk stjórnvöld skrifað samkvæmt bókun 35 með EES-samningnum.

Þetta þýðir í raun að ætlast er til að allar reglur og lög sem innleidd eru samkvæmt EES-samningi á Íslandi, lúti lögmálum EES og ESB, en ekki séríslenskum lögum og lagatúlkunum Alþingis.

Hvað sögðu menn við innleiðingu á orkupökkum Evrópusambandsins og þá sér í lagi þeim þriðja? Þá var bent á að með innleiðingunni væru íslensk stjórnvöld að afsala sér valdi yfir stjórn orkumála á Íslandi. Samt fullyrtu sumir íslenskir ráðherrar, þingmenn og hagsmunaaðilar, sem nú reyna að hasla sér völl í orkugeiranum, að það væru fráleitar áhyggjur. Það væru alltaf íslensk lög sem réðu ferðinni og Alþingi hefði þar síðasta orðið. Nú er deginum ljósara að Eftirlitsstofnun EFTA er þeim ekki sammála, hvorki í því máli né nokkru öðru er varðar innleiðingu á reglugerðum og löggjöf Evrópusambandsins. Með slíkum innleiðingum er, samkvæmt þeirra skilningi, verið að afsala valdi til erlendrar ríkjasamsteypu og færa það undir erlenda löggjöf.

Í 21. grein stjórnarskrár Íslands segir orðrétt:
„Forseti lýðveldisins gerir samninga við önnur ríki. Þó getur hann enga slíka samninga gert, ef þeir hafa í sér fólgið afsal eða kvaðir á landi eða landhelgi eða ef þeir horfa til breytinga á stjórnarhögum ríkisins, nema samþykki Alþingis komi til.“

EES lítur greinilega svo á að hnykkja þurfi með ótvíræðum hætti á ákvæðinu um afsal og skilur það svo að með samþykkt 46 alþingismanna á orkupakka 3 og mörgum fleiri málum hafi þeir um leið verið að samþykkja að undirgangast þau lög ESB. Sem sagt, afsal á valdi þar sem EES-reglur eru alltaf rétthærri íslenskum lögum.

Það er ljótt að ljúga og ef þingmenn samþykkja lög sem fela í sér valdaafsal til erlendra ríkja, þá ber þeim skylda til að segja þjóðinni sannleikann. 

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...