Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Teista
Mynd / Óskar Andri Víðisson
Líf og starf 21. febrúar 2024

Teista

Höfundur: Óskar Andri Víðisson

Teista er meðalstór svartfugl sem finnst víða meðfram ströndinni allt árið um kring. Nokkuð af ungfuglum hafa vetursetur við Grænland en stór hluti af stofninum heldur til við Ísland allt árið. Hún fer sjaldan út á rúmsjó líkt og aðrir svartfuglar en heldur sig frekar á grunnsævi við ströndina þar sem hún kafar eftir sinni aðalfæðu sem er sprettfiskur. Hún er eini íslenski svartfuglinn sem er aldökk á kviðnum og á sumrin er hún öll svört fyrir utan þessa hvítu bletti á vængþökum sem sjást vel á myndinni hér fyrir ofan. Teista var nytjuð að einhverju leyti hér áður fyrr en undanfarna áratugi hefur stofninn minnkað nokkuð og veiði dregist saman. Áætlað er að stofninn sé um 10–15.000 varppör en tegundin er langlíf og verður seint kynþroska. Talið er líklegt að þessi fækkun stafi hugsanlega af samspili á breytingu á fæðuframboði, ágangi minks og meðafla í grásleppunetum. Árið 2017 skoruðu Skotveiðifélag Íslands, Fuglavernd og Vistfræðifélagið á umhverfisráðherra að friða teistuna. Umhverfisráðherra tók vel í þessa beiðni og hefur teistan verið friðuð frá september 2017.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...