Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Bræðurnir á Teigi 1, þeir Jens Heiðar Guðnason, 9 ára og Ýmir Atli, 5 ára tóku við bikurunum á Degi sauðkindarinnar 14. október síðastliðinn.
Bræðurnir á Teigi 1, þeir Jens Heiðar Guðnason, 9 ára og Ýmir Atli, 5 ára tóku við bikurunum á Degi sauðkindarinnar 14. október síðastliðinn.
Mynd / mhh
Líf og starf 6. nóvember 2023

Teigur 1 verðlaunað

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Félagsbúið Teigur 1 í Fljótshlíð var útnefnt ræktarbú ársins 2022 í Rangárvallasýslu á Degi sauðkindarinnar, sem fór nýlega fram á Hvolsvelli.

Sauðfjárræktarbúið er í eigu hjónanna Guðna Jenssonar og Örnu Daggar Arnþórsdóttur, ásamt Tómasi Jenssyni. Við val á ræktunarbúi er stuðst við reglur RML, sem samþykktar hafa verið af fagráði í sauðfjárrækt.

„Í Teigi 1 hefur verið stunduð metnaðarfull sauðfjárrækt til fjölda ára sem m.a. endurspeglast í háu kynbótamati ærstofnsins. Ærnar eru frjósamar og mjólkurlagnar og lömbin væn og vel gerð. Meðal heildareinkunn kynbótamats ánna er 105,2 stig. Þá hefur búið lagt nokkuð til hins sameiginlega ræktunarstarfs í landinu en þaðan hafa komið hrútar sem þjónað hafa á sauðfjársæðingastöðvunum. Teigur 1 var einnig valið ræktunarbú ársins árið 2016,“ segir m.a. í umsögn RML.

Þá kemur fram í umsögninni að á árinu 2022 voru meðalafurðir eftir hverja á á búinu 37,4 kg, frjósemin var 2,17 lömb eftir fullorðna á og 2,01 lömb til nytja. Veturgömlu ærnar stóðu sig einnig afbragðs vel, en þær skiluðu að jafnaði 21,9 kg og 1,16 lömbum til nytja. Meðalfallþungi dilka var 18,0 kg, einkunn fyrir gerð 10,1 og fyrir fitu 6,5. Hlutfall gerðar og fitu var 1,55.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...