Tap rúmar 12 krónur á lítrann
Fréttir 15. janúar 2026

Tap rúmar 12 krónur á lítrann

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Í yfirliti Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) yfir rekstrarafkomu kúabúa á árinu 2024 sést að tap kúabænda fyrir hvern framleiddan mjólkurlítra var 12,2 krónur.

Yfirlitið er það nýjasta og byggir á rekstrarverkefni kúabúa hjá RML sem hófst á árinu 2020. Í byrjun tóku 90 bú þátt, en þau eru nú orðin 200 og skila um 52% af landsframleiðslu mjólkur. Í yfirlitinu má sjá að kúabúin stækka ört og hefur mjólkurframleiðslan aukist um 14% á milli áranna 2021 og 2024 – aðallega vegna fjölgunar á kúm á búunum.

Jákvæð þróun varðandi rekstrarafgang

Kristján Óttar Eymundsson, ráðunautur á rekstrar- og umhverfissviði RML, segir að jákvæð þróun sé þó varðandi rekstrarafgang búanna fyrir fjármagnsliði og afskriftir, sé horft aftur til fjögurra ára. „Fjármagnskostnaður hefur aftur á móti aukist verulega frá 2021, sem hefur leitt til þess að tap af sjálfri mjólkurframleiðslunni hefur verið svipað, eða sem nemur 11–15 krónum á innveginn lítra. Í náinni framtíð er mjög mikilvægt að það náist að brúa það bil svo greinin verði sjálfbær og hafi tök á að fara út í frekari fjárfestingar,“ segir Kristján.

Rekstrarafgangur af nautgriparækt fyrir afskriftir og fjármagnsliði jókst þannig frá 2021 að hann fer úr 31 krónu á lítrann í um 50 krónur á lítrann árið 2024. Á milli 2023 og 2024 minnkar þessi rekstrarafgangur reyndar um tæpa krónu á lítrann.

Rekstrarhæfni kúabúa batnar

Tap á hvern framleiddan mjólkurlítra nam tæpum 11 krónum árið 2023, 15 krónur árið 2022 og rúmar 14 krónur árið 2021. Lítil hækkun er á breytilegum kostnaði á milli 2023 og 2024, sem er meðal annars kostnaður vegna aðfangakaupa, reksturs og þjónustu, en alls hefur hann hækkað um 25% frá 2021. Mikil hækkun var milli áranna 2021 og 2022 en þá urðu miklar aðfangahækkanir, sérstaklega á áburði. Fastur kostnaður hækkar um tæpar fjórar krónur á lítrann á milli 2023 og 2024, en um 17% á þessu fjögurra ára tímabili. Þar er mesta hækkunin í rafmagni og öðrum rekstrarkostnaði.

Þá kemur fram í yfirliti RML að þróunin er jákvæð hvað rekstrarhæfni kúabúa varðar, sem birtist í skuldum sem hlutfall af rekstrarafgangi fyrir afskriftir og fjármagnsliði.

Langtímaskuldir aukast um 15% á tímabilinu frá 2021 en skammtímaskuldirnar um 73%. Hlutfall skulda af heildartekjum lækka aftur á móti á þessum árum. Það fer úr 1,82 árið 2021 niður í 1,53 árið 2024. Það skýrist af hlutfallslegri meiri veltuaukningu búanna en skuldsetningu.

Betri afkomuhorfur

Kristján segir að mikil fjárbinding sé í mjólkurframleiðslunni og því hafi verðbólga og vaxtastig mikil rekstrarleg áhrif. Það að skammtímaskuldir aukist hlutfallslega meira en langtímaskuldir sé vísbending um versnandi lausafjárstöðu hjá hluta búanna.

„Ef við horfum til síðasta árs er ljóst að afkomuhorfur hafa heldur batnað. Það skýrist fyrst og fremst af lækkun stýrivaxta og minnkandi verðbólgu. Við í rekstrarráðgjöf RML áætlum að tap af mjólkurframleiðslu verði um níu krónur á innveginn mjólkurlítra fyrir síðasta ár.“

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...

Riðuveiki útrýmt með verndandi arfgerðum
Fréttir 15. janúar 2026

Riðuveiki útrýmt með verndandi arfgerðum

Ný reglugerð um riðuveiki í fé hefur tekið gildi sem hefur það að markmiði að út...

Tap rúmar 12 krónur á lítrann
Fréttir 15. janúar 2026

Tap rúmar 12 krónur á lítrann

Í yfirliti Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) yfir rekstrarafkomu kúabúa á...

Metframleiðsla mjólkur á síðasta ári
Fréttir 15. janúar 2026

Metframleiðsla mjólkur á síðasta ári

Alls voru 156,9 milljónir lítra lagðir inn í mjólkurafurðastöðvar á síðasta ári,...