Jákvæðari rekstrarhorfur eru fyrir nautakjötsframleiðslu í landinu þó enn sé hún rekin með nokkru tapi.
Jákvæðari rekstrarhorfur eru fyrir nautakjötsframleiðslu í landinu þó enn sé hún rekin með nokkru tapi.
Mynd / smh
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir árið 2024 þurftu nautakjötsframleiðendur að greiða 19 krónur með hverju framleiddu kílói það ár.

Sú gjörbreyting hefur þó orðið á rekstrarumhverfinu að tapið hefur farið úr 347 krónum á hvert kíló árið 2021. Árið 2022 reiknaðist tapið 242 krónur á kílóið og 61 krónu tap var árið 2023.

Yfirlitið er það nýjasta hjá RML og tóku 36 bú þátt í verkefninu á árinu 2024 en voru 20 í upphafi.

Í yfirlitinu, sem Kristján Óttar Eymundsson, ráðunautur á rekstrar- og umhverfissviði RML, hefur tekið saman, kemur fram að ýmislegt jákvætt sé í þróun rekstrar nautakjötsframleiðenda á Íslandi. „Það er jákvæð þróun í vaxtarhraða og kjötgæðum hjá ungneytunum. Því má þakka að stærstu leyti aukinni hlutdeild Angus-gripa í ræktuninni. Nýting á aðföngum er hagstæð á tímabilinu frá 2021 þar sem breytilegi kostnaðurinn hækkar einungis um 4%. Þó að enn reiknist tap af nautaeldinu að meðaltali, þá hefur það gjörbreyst milli áranna 2021–2024. Vegna minni nautakjötsstuðnings árið 2025 er þó hætt við því að tapið hafi eitthvað aukist á því ári.

Eitt stærsta sóknarfærið í nautaeldinu á næstu árum er kyngreining á nautasæði. Þannig geta kúabændur til að mynda sætt lakari kýrnar sínar með holdanautasæði og komið þeim kálfum í áframhaldandi eldi,“ segir Kristján.

Á tímabilinu frá 2021 hafa nautgripatengdar tekjur aukist um 43% á innlagt kjöt. Sjálfar afurðatekjurnar hafa hækkað þar mest, eða um 54%. Einskiptisgreiðslur frá ríki hafa skipt verulegu máli. Á árinu 2024 komu einnig viðbótargreiðslur, sem voru greiddar í gegnum nautakjötsstuðninginn, eða svokallað sláturálag. Um var að ræða 100 milljónir króna frá ríki og til viðbótar var ákveðið að nýta fjármuni upp á 50 milljónir króna af framleiðslujafnvægislið í búvörusamningi.

Á árinu 2024 var framleiðsla þessara 36 búa um 24% af allri nautakjötsframleiðslu á landinu. Stór hluti nautakjötsframleiðslunnar á landinu fer fram á búum sem eru í mjólkurframleiðslu. Samkvæmt skýrsluhaldskerfinu Huppu hefur það hlutfall farið lækkandi á síðustu árum og var komið niður í 60% árið 2024.

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...

Riðuveiki útrýmt með verndandi arfgerðum
Fréttir 15. janúar 2026

Riðuveiki útrýmt með verndandi arfgerðum

Ný reglugerð um riðuveiki í fé hefur tekið gildi sem hefur það að markmiði að út...

Tap rúmar 12 krónur á lítrann
Fréttir 15. janúar 2026

Tap rúmar 12 krónur á lítrann

Í yfirliti Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) yfir rekstrarafkomu kúabúa á...

Metframleiðsla mjólkur á síðasta ári
Fréttir 15. janúar 2026

Metframleiðsla mjólkur á síðasta ári

Alls voru 156,9 milljónir lítra lagðir inn í mjólkurafurðastöðvar á síðasta ári,...