Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Mynd/ Uggi Ævarsson.
Mynd/ Uggi Ævarsson.
Fréttir 23. október 2015

Talsverðar skemmdir á menningarminjum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Í kjölfar hlaupsins í Skaftá fór Uggi Ævarsson, minjavörður Suðurlands, í vettvangsferð um Skaftártungu til að kanna aðstæður með tilliti til menningarminja eftir nýafstaðið Skaftárhlaup.

Að sögn Ugga er greinilegt að miklar hamfarir hafa átt sér stað við farveg Ásaeldvatns, sem kvíslast úr Skaftá nokkru sunnan Búlands, og rennur suður hjá Hvammi og Ytri-Ásum. „Þegar slíkar hamfarir eiga sér stað er gjarnan talað um eyðileggingu lands út frá gróðri og ræktun skepnufóðurs. Sjaldnar er hugað að hinum jarðföstu frumheimildum sem fela í sér búsetusögu okkar.

Grjóthlaðin rétt í hættu

Skammt sunnan við brúna yfir Eldvatnið hjá Eystri-Ásum er grjóthlaðin rétt. Uggi segir að áin renni þar í gljúfri en hafi í hlaupinu rifið úr bakkanum með þeim afleiðingum að ekki eru nema tveir metrar frá árfarveginum að réttinni. „Fyrirséð er að áin mun éta réttina á næstu árum ef ekkert verður að gert. Í svona tilfelli er sennilega lítið hægt að gera annað en að setja bakkavörn úr grjóti neðan við réttina.“

Ummerki eyðibýlis þurrkuð út

Annað dæmi um hvernig náttúran getur leikið menningarminjar grátt er talsvert ofar með Ásaeldvatni, nær Múla en Ytri-Ásum. „Á grösugu nesi vestan árinnar, á Fögru-Flöt, stóðu rústir eyðibýlis. Í hlaupinu um daginn hefur áin ruðst yfir nesið og slitið það sundur þannig að flötin er nú ekkert nema smáhólmi úti í miðri á. Farvegurinn vestan hólmans er að vísu nánast þurr en viðbúið er að áin muni velta sér vestur fyrir hólmann. Öll ummerki eyðibýlisins eru gjörsamlega þurrkuð út. Það sárgrætilega er að búsetuminjarnar á Fögru-Flöt hafa aldrei verið skráðar af fornleifafræðingum og má því segja að eyða sé komin í byggðasögu Skaftártungu. Nú er ekkert annað að gera en að naga sig í handarbökin og reyna þess á milli að tala enn frekar fyrir fornleifaskráningu, sérílagi á svæðum þar sem er landbrot af völdum fljóta, hafs eða vindrofs,“ segir Uggi Ævarsson minjavörður.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...