Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
TAFE – þriðji stærsti dráttar- vélaframleiðandi í heimi
Á faglegum nótum 4. september 2017

TAFE – þriðji stærsti dráttar- vélaframleiðandi í heimi

Höfundur: vilmundur Hansen

Véla-landbúnaðartækja­framleiðandinn TAFE er þriðji stærsti framleiðandi dráttarvéla í heiminum í dag og starfar í nánu samstarfi við framleiðendur AGCO og Massey Ferguson dráttarvélar.

Skammstöfunin TAFE stendur fyrir Tractors & Farm Equipment Limited.

Fyrirtækið, sem er indverskt og hét upphaflega Amalgamations, hóf framleiðslu á dráttarvélum árið 1960. Fyrirtækið hafði þá um tíma framleitt Perkins dísilvélar fyrir Standard Motor Products of India Limited sem setti saman Massey Ferguson traktora fyrir Indlandsmarkað. Stofnandi, aðaleigandi og stjórnarformaður Amalgamations, herra Anantharamakrishnan, hafði mikla trú á grænu byltingunni og öllu sem viðkom landbúnaði. Það var hann sem tók ákvörðunina sem leiddi til þess að fyrirtækið hóf framleiðslu á dráttarvélum.

Framleiða Massey Ferguson

Skömmu eftir að ákvörðun Amalgamations um framleiðslu á eigin dráttarvélum var kynnt var henni slegið á frest. Framleiðendur Ferguson fóru þess á leit við fyrirtækið að það yfirtæki framleiðslu á Massey Ferguson á Indlandi. Samhliða því var nafni Amalgamations breytt í Tractors and Farm Equipment Limited, skammstafað TAFE.


Fyrsti traktorinn sem TAFE framleiddi var Massey Ferguson 1035 og naut sú dráttarvél mikilla vinsælda á Indlandi. Fyrirtækið öðlaðist á skömmum tíma yfirburðastöðu á dráttarvélamarkaði á Indlandi. Á sjöunda áratug síðustu aldar seldust um 12.000 traktorar á ári á Indlandi og TAFE framleiddi um 7.000 af þeim.

Verksmiðja í Malasíu og önnur í Tyrklandi

Auk þess að reka fjórar dráttarvélaverksmiðjur á Ind­landi starf­rækir TAFE einnig dráttarvélaverksmiðju í Malasíu og aðra í Tyrklandi.

Sé litið til dráttarvéla­framleiðenda sem framleiða traktora sem eru undir 100 hestöfl er TAFE annar stærsti dráttarvélaframleiðandi í heimi. Vinsældir TAFE smátraktora hafa aukist mikið undanfarin ár og eru þeir mikið notaðir til að létta gegningar og alls kyns verk innandyra.


Hönnun smátraktoranna, sem allir eru dísilknúnir, þykir einföld og litla sem enga kunnáttu í vélfræði þarf til að gera við flestar bilanir þar sem í traktorunum er ekki flókinn tölvubúnaður.


Árið 2009 hóf TAFE framleiðslu á 90 til 105 hestafla dráttarvélum fyrir bandaríska fyrirtækið AGCO. Í fyrstu fóru traktorarnir á markað í Tyrklandi og Suður-Afríku en í dag eru þeir seldir víðar um heim. Verksmiðja TAFE í Tyrklandi framleiðir aðallega traktora fyrir AGCO.

Tebúgarður og 150.000 traktorar

Í dag framleiðir fyrirtækið dráttarvélar á Indlandi undir þremur vörumerkjum, TAFE, Massey Ferguson og Eicher. Auk þess sem fyrirtækið framleiðir margs konar landbúnaðartæki, jarðtætara, plóga og vélar til að taka upp kartöflur. Það framleiðir einnig dísilvélar, vökvapumpur, rafgeyma og ýmiss konar vörur úr plasti. TAFE rekur einnig stóran tebúgarð á Indlandi undir sérstakri landbúnaðardeild.

Árið 2015 seldi TAFE um 150.000 dráttarvélar sem eru á bilinu 25 til 45 hestöfl í um 100 löndum. Þar á meðal í Bandaríkjunum og Evrópu.

Ekki er vitað til að dráttarvél af gerðinni TAFE hafi verið flutt inn til Íslands. 

Skylt efni: Gamli traktorinn

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...