Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Tæplega 50 aðilar taka þátt í Hagagæðum
Mynd / HKr.
Á faglegum nótum 26. mars 2019

Tæplega 50 aðilar taka þátt í Hagagæðum

Höfundur: Bjarni Maronsson
Árið 2017 stofnuðu Landgræðsla ríkisins og Félag hrossabænda, verkefnið „Hagagæði“. Megin­tilgangur verkefnisins er að stuðla að sjálfbærri nýtingu beitarlands og auka ábyrgð landnotenda sem vörslumanna lands. Einnig að auka umhverfisvitund landeigenda og landnotenda og um leið tryggja velferð hrossa. 
 
Bjarni Maronsson.
Gott landlæsi landnotenda er grundvöllur sjálfbærrar land­nýtingar. Þátttaka í verkefninu er valfrjáls. Standist beitarland þátttakenda sett úttektarviðmið, fá þátttakendur viðurkenningarskjal því til staðfestingar. Þátttakendur geta orðið hrossabændur og aðrir, sem halda hross í atvinnuskyni og/eða til brúkunar í tómstundum. Héraðsfulltrúar Landgræðslunnar annast úttektir beitarlanda og hafa umsjón með „Hagagæðum“. 
 
Haustið 2017 var fyrsta starfsár „Hagagæða“ og hlutu þá 44 bú viðurkenningu fyrir sjálfbæra landnýtingu. Árið 2018 héldu þau bú öll áfram í verkefninu og 4 ný bú bættust við og urðu þátttökubú þá 48 talsins.
 
 
Þátttaka og kynning
 
Árið 2018 var fjöldi þátttökubúa  mestur á Norðurlandi vestra, 22 talsins. Þar af eru 14 bú í Skagafirði. Á Norðurlandi eystra eru sjö bú, fimm vestanlands og 14 á Suðurlandi. Búunum fjölgaði um 4 frá árinu 2017. 
 
Gert var logo fyrir „Hagagæði“ og útbúið viðurkenningarskjal til þátttakenda í verkefninu. Einnig fengu þátttakendur merki  (límmiða) „Hagagæða“, sem þeir geta notað til að merkja bíla, hestakerrur eða annað, sem þeim þykir henta.
 
  
Ferðaþjónustubú hafa hag af þátttöku
 
Eftirsóknarvert er fyrir þá, sem halda hross í atvinnuskyni, s.s. hestaleigur og ferðaþjónustur, að öðlast þá viðurkenningu sem felst í þátttöku í „Hagagæðum“. Fyrsta ferðaþjónustubúið hóf þátttöku 2018. Sama gildir um sveitarfélög, hestamannafélög og aðra, sem eiga eða hafa umsjón með hrossabeitarhólfum. Ekki er sjálfgefið að beitarland allra standist ástandskröfur Hagagæða en þá er mjög brýnt að viðkomandi geri þær úrbætur, sem þarf til að landnýting þeirra sé með sómasamlegum hætti.   
 
Enn finnast víða um land dæmi um ofbeit af völdum hrossa. Oftast er vankunnáttu og skussahætti landnotenda um að kenna. Héraðsfulltrúar Landgræðslu ríkisins bjóða upp á ráðgjöf um landbætur og beitarstýringu til þeirra landnotenda er þess óska.   
 
Bjarni Maronsson,
verkefnisstjóri Hagagæða

4 myndir:

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...