Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Borið á tilraunaakur í Noregi.
Borið á tilraunaakur í Noregi.
Á faglegum nótum 2. febrúar 2024

Tækni til að auka köfnunar efnisinnihald búfjáráburðar

Höfundur: Snorri Sigurðsson

Talið er að meira en 22 milljónir tonna af köfnunarefni, m.a. í formi ammoníaks, tapist árlega frá landbúnaði um allan heim.

Köfnunarefni, sem plöntur þurfa til að vaxa og dafna, er því ekki í nægu magni í búfjáráburði og því þarf að bæta við köfnunarefni með öðrum hætti svo sem með notkun á tilbúnum áburði eða með niturbindandi plöntum.

Tilbúinn áburður er kostnaðarsamur og oftast líklega búinn til með notkun jarðefnaeldsneytis en nú kann að vera komin fram lausn sem gæti gjörbreytt stöðunni.

Norska fyrirtækið N2-Applied hefur nefnilega þróað áhugaverða tækni sem nú er verið að prófa í nokkrum löndum.

Áskorun bænda dagsins í dag

Bændur standa frammi fyrir tveimur, að því er virðist misvísandi áskorunum: Þeir þurfa að fæða ört vaxandi íbúafjölda heimsins en á sama tíma eru gerðar kröfur til bænda um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.

Þetta telur forsvarsfólk N2-Applied að sé hægt að leysa með þeirra aðferð, sem byggir á því að nota sérstaka tækni sem eykur köfnunarefnisinnihald búfjáráburðar með því að taka köfnunarefni úr lofti og binda við ammoníak í búfjáráburðinum.

Tæknin gerir bóndanum því kleift að nýta betur köfnunarefnið sem til fellur við búfjárframleiðsluna og framleiða sinn eigin áburð með minni gróðurhúsalofttegundum.

Hinn köfnunarefnisbætti búfjáráburður hefur sömu eiginleika og venjulegur búfjáráburður en inniheldur s.s. meira köfnunarefni og leiðir til umtalsvert minna sótspors.

Betri búfjáráburður

Samkvæmt fréttum um þessa tækni þá verður hinn lífræni áburður betri en hann var fyrir, eftir meðhöndlun með tækninni, þar sem ammoníak binst og þar með eykst áburðargildi búfjáráburðarins vegna aukins innihalds köfnunarefnis. Búfjáráburður sem hefur verið meðhöndlaður með þessari aðferð er kallaður NEO (Nitrogen Enriched Organic Fertilizer eða niturbættur lífrænn áburður).

Með notkun á NEO fæst meiri uppskera af túnum bænda, auk þess sem aðferðin dregur úr metanlosun frá búfjáráburðinum en metan er flokkað sem kraftmikil gróðurhúsalofttegund.

Segja má að með aðferðinni verði búfjáráburðurinn enn vistvænni en hann var fyrir, enda er einungis notað rafmagn við framleiðsluna og sé það „grænt“ er um augljósan ávinning að ræða.

Tæknibúnaðurinn kemur í sérstökum gámi sem er auðvelt að koma fyrir á búum.

Tvöfalda köfnunarefnið

Aðferð N2-Applied byggir á því að búfjáráburðurinn er sendur í gegnum skilju sem skilur hinn fljótandi hluta frá og er honum svo dælt í gegnum sérstakan hvarfabúnað N2-Applied, sem kemur til bænda í fyrirfram framleiddum tæknigámi.

Þar er svo andrúmslofti, sem inniheldur um 78% köfnunarefni, blandað saman við hinn fljótandi hluta sem hvarfast þar og binst með hinum sérstaka tæknibúnaði fyrirtækisins. Útkoman er lífrænn áburður sem inniheldur tvöfalt meira köfnunarefni en hann gerði áður og er auk þess lyktarlaus!

Kostar sitt

Ætli bændur að fjárfesta í svona búnaði þurfa þeir að draga upp veskið og kafa vel ofan í það en búnaðurinn kostar í dag um 25 milljónir íslenskra króna. Það er þó gert ráð fyrir því að kostnaðurinn fari lækkandi á komandi tímum.

Þá krefst búnaðurinn, enn sem komið er, töluvert mikillar orku en til þess að koma einu kílói köfnunarefnis í búfjáráburðinn þarf að nota 65-70 KWh.

Kostnaðurinn er því töluverður en útreikningar sýna að það á að vera hægt að gera þetta mun hagkvæmara og það er það sem vísindafólk N2-Applied vinna nú að hörðum höndum. Samhliða framleiðslunni verður til mikill hiti en 75% af orkunni sem fer í að bæta köfnunarefni í búfjáráburðinn verður að varma.

Tæknin gæti því náð góðri fótfestu þar sem bændur hafa not fyrir slíkan varma og/eða geta selt til fjarvarmaveitna.

Um hátæknibúnað er að ræða sem kostar í dag um 25 milljónir króna.
Auka uppskeru um 40 prósent

Fyrstu rannsóknir á áhrifum NEO á uppskeru gefa fyrirheit um einkar góðan árangur en hinn köfnunarefnisríki búfjáráburður hefur nú verið prófaður við mismunandi skilyrði víða um heim.

Niðurstöðurnar sýna að uppskeran eykst að jafnaði um 40%, miðað við notkun á hefðbundum búfjáráburði. Niðurstöðurnar sýna í raun að ekki er þörf á öðrum köfnunarefnisáburði, þ.e. tilbúnum köfnunarefnisáburði. Þetta þýðir í raun að bændur geta nú framleitt aukið magn matvæla, fyrir hinn ört vaxandi fjölda íbúa heimsins, á sjálfbæran hátt og um leið aukið arðsemi búa sinna.

Fjárfesta fyrir milljarða

N2-Applied hefur þegar fjárfest fyrir milljarða í tæknibúnaði og þróun hans en fyrirtækið fékk 17,5 milljónir evra í stuðning frá Evrópusambandinu, um 2,6 milljarða íslenskra króna, sem er hámarksstyrkur sem ESB veitir til nýsköpunarverkefna.

Ástæða þess að ESB styrkti N2-Applied felst fyrst og fremst í því að hér er á ferðinni svokölluð græn lausn fyrir landbúnað og smellpassar að „frá búi á borð“ stefnu ESB (EU Farm to Fork Strategy). Fyrirtækið hefur nú þegar komið sér fyrir í nokkrum löndum og er með prófunarstöðvar í Hollandi, Noregi, Svíþjóð og Bretlandi.

Nánar má fræðast um þetta spennandi fyrirtæki á heimasíðu þess: n2applied.com

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...