Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 mánaða.
Tækifæri í auknu fæðuöryggi
Mynd / Karsten Winegeart
Af vettvangi Bændasamtakana 29. ágúst 2025

Tækifæri í auknu fæðuöryggi

Höfundur: Herdís Magna Gunnarsdóttir, varaformaður BÍ.

Í síðustu viku sóttum við fulltrúar Bændasamtaka Íslands og Samtaka ungra bænda Presidiemöte NBC (Nordiske Bondeorganisasjoners Centralråd) í Brumunddal í Noregi.

Helstu umræðuefni fundarins voru þróun landbúnaðar og áskoranir matvælaframleiðslu í Skandinavíu í breyttum heimi. Líkt og á Íslandi flytja hin Norðurlöndin nú inn stóran hluta af matvælum sínum og mikilvægum aðföngum landbúnaðarins, eins og t.d. eldsneyti, áburð og fóður en öfgakennt veðurfar, heimsfaraldur, Úkraínustríð og aukin landfræðileg spenna hafa berskjaldað viðkvæmni matvælaframleiðslu á Norðurlöndunum fyrir hökti í aðfangakeðjum heimsins. Áhersla var lögð á mikilvægi fæðuöryggis sem hluta af almannaöryggi og varnarstefnu og sammæltist fundurinn um að efnahagslegur stöðugleiki og stjórnmálaleg skilyrði til langs tíma séu grunnforsendur til að efla megi landbúnað og fæðuöryggi þjóða.

Starfsumhverfi íslensks landbúnaðar

Þetta talar beint inn í þá vinnu sem nú þegar er hafin hjá Bændasamtökunum við ríkið um nýja samninga um starfsskilyrði landbúnaðarins. Grunnurinn að farsælli samningavinnu er að samningafólk komi sér saman um tilgang og meginmarkmið nýrra samninga. Markmiðin geta verið fjölmörg en í ljósi heimsmálanna liggur í augum uppi að aukið fæðuöryggi er nauðsynlegur hluti af viðbúnaði landsins og því gríðarlega mikilvægt markmið í nýjum samningum um starfsskilyrði landbúnaðarins.

Áskoranir Íslands í að auka fæðuöryggi og sjálfsaflahlutfall felast fyrst og fremst í þörf fyrir innflutt aðföng en mikil þróun hérlendis hefur orðið í átt að orkuskiptum og þróun á áburðarframleiðslu sem gætu greitt enn frekar leið landbúnaðarins að aukinni sjálfbærni hvað varðar eldsneyti og áburð. Hröð þróun tækni og yrkja, ásamt breytingum á veðurfari, gefa aukin tækifæri til að stórefla jarðrækt og kornframleiðslu sem bæði gefur af sér fjölbreyttari landbúnað og styrkir hefðbundnar landbúnaðargreinar.

Fæðuöryggi er líklega orðið kvíðavaldandi hugtak í hugum margra sem tengja það við ýmsa vá heimsins en við megum ekki gleyma að í auknu fæðuröryggi felast einnig tækifæri. Ásamt því að bæta viðnámsþrótt landsins í krísum felst aukið fæðuöryggi í aukinni atvinnuuppbyggingu í landbúnaði og fjölda tengdra greina ásamt aukinni framleiðni, verðmætasköpun, nýsköpun og þróun. Hér er sérstaklega fjallað um fæðuöryggi en við skulum ekki gleyma því að gríðarleg tækifæri liggja einnig í öðrum greinum landbúnaðarins s.s. garðyrkju og skógrækt.

Sameiginlegt verkefni öllum í hag

Öflug matvælaframleiðsla er þjóðinni dýrmæt og stjórnvöld hafa það verkefni að tryggja starfsumhverfi sem gerir íslenskum landbúnaði kleift að þróast og dafna. Verkfæri ríkisins til þessa eru fjölmörg en samningar um starfsskilyrði landbúnaðarins eru þeirra sterkasta vopn. Ábyrgð okkar sem sitjum við samningaborð nýrra samninga er mikil, framtíð núverandi og verðandi bænda liggur undir. Hlúa þarf að því sem vel gengur en einnig verðum við að nýta tækifærið til að gera breytingar á því sem betur má fara til að landbúnaður megi hér vaxa og dafna. Grunnurinn að farsælum samningum er að við komumst niður á sameiginleg markmið og sníðum starfsumhverfið þannig að markmiðum okkar um að öflugri landbúnað verði náð. Óraunsætt er að stefna á fullkomið fæðuöryggi en aukið fæðuöryggi með tilheyrandi atvinnuuppbyggingu, virðis- og framleiðniaukningu hlýtur að vera eitt af meginmarkmiðum nýrra samninga líkt og nágrannalöndin okkar leggja svo ríkulega áherslu á. Eflum íslenskan landbúnað, okkur öllum til heilla.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...