Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Frá uppskeruhátíð síðasta hraðals í Tjarnabíói.
Frá uppskeruhátíð síðasta hraðals í Tjarnabíói.
Mynd / smh
Fréttir 22. apríl 2020

Tækifæri fyrir frumkvöðla í landbúnaði og sjávarútvegi

Höfundur: smh

Opnað hefur verið fyrir umsóknir að viðskiptahraðlinum „Til sjávar og sveita“, sem er sérsniðinn að frumkvöðlum og sprotafyrirtækjum með hugmyndir og verkefni á sviði landbúnaðar og sjávarútvegs. Tilgangur hraðalsins er að stuðla að nýsköpun í þessum greinum með áherslu á sjálfbærni.

Það er Icelandic Startups sem hefur umsjón með verkefninu og er þetta þriðja árið sem hann verður starfandi.  Árlega eru tíu fyrirtæki valin til þátttöku í tíu vikna viðskiptahraðli og er markmiðið að hraða vinnsluferlinu frá því að hugmynd kviknar þar til vara er komin á markað.

Aðgengi að reyndum frumkvöðlum og fjárfestum

Á tíu vikum vinna frumkvöðlarnir innan hans vébanda að verkefnum sem munu verða virðisaukandi viðskiptatækifæri fyrir þessa grunnatvinnuvegi Íslendinga. Þátttakendur fá aðgang að sameiginlegri vinnuaðstöðu og njóta leiðsagnar fjölda reyndra frumkvöðla, fjárfesta og annarra sérfræðinga auk fræðslu og þjálfunar. Þátttakendur fá jafnframt fjölda tækifæra til að koma hugmyndum sínum á framfæri og efla tengslanetið.

Uppskeruhátíð verður 29. október þar sem frumkvöðlarnir fá tækifæri til að kynna verk­efni sín í veglegri athöfn.

Umsóknarfrestur fyrir haustið rennur út þann 15. júní og hægt er að sækja um í gegnum vef hraðalsins, tilsjavarogsveita.is.

Álfur var þátttakandi í síðasta hraðli, en þar er bjór bruggaður úr kartöfluhýði sem er vannýtt hráefni úr landbúnaði.þátttakandi í síðasta hraðli, en þar er bjór bruggaður úr kartöfluhýði sem er vannýtt hráefni úr landbúnaði. Myndin er frá kynningu á uppskeruhátíðinni á síðasta ári í Tjarnarbíói. Mynd / smh

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...