Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Frá uppskeruhátíð síðasta hraðals í Tjarnabíói.
Frá uppskeruhátíð síðasta hraðals í Tjarnabíói.
Mynd / smh
Fréttir 22. apríl 2020

Tækifæri fyrir frumkvöðla í landbúnaði og sjávarútvegi

Höfundur: smh

Opnað hefur verið fyrir umsóknir að viðskiptahraðlinum „Til sjávar og sveita“, sem er sérsniðinn að frumkvöðlum og sprotafyrirtækjum með hugmyndir og verkefni á sviði landbúnaðar og sjávarútvegs. Tilgangur hraðalsins er að stuðla að nýsköpun í þessum greinum með áherslu á sjálfbærni.

Það er Icelandic Startups sem hefur umsjón með verkefninu og er þetta þriðja árið sem hann verður starfandi.  Árlega eru tíu fyrirtæki valin til þátttöku í tíu vikna viðskiptahraðli og er markmiðið að hraða vinnsluferlinu frá því að hugmynd kviknar þar til vara er komin á markað.

Aðgengi að reyndum frumkvöðlum og fjárfestum

Á tíu vikum vinna frumkvöðlarnir innan hans vébanda að verkefnum sem munu verða virðisaukandi viðskiptatækifæri fyrir þessa grunnatvinnuvegi Íslendinga. Þátttakendur fá aðgang að sameiginlegri vinnuaðstöðu og njóta leiðsagnar fjölda reyndra frumkvöðla, fjárfesta og annarra sérfræðinga auk fræðslu og þjálfunar. Þátttakendur fá jafnframt fjölda tækifæra til að koma hugmyndum sínum á framfæri og efla tengslanetið.

Uppskeruhátíð verður 29. október þar sem frumkvöðlarnir fá tækifæri til að kynna verk­efni sín í veglegri athöfn.

Umsóknarfrestur fyrir haustið rennur út þann 15. júní og hægt er að sækja um í gegnum vef hraðalsins, tilsjavarogsveita.is.

Álfur var þátttakandi í síðasta hraðli, en þar er bjór bruggaður úr kartöfluhýði sem er vannýtt hráefni úr landbúnaði.þátttakandi í síðasta hraðli, en þar er bjór bruggaður úr kartöfluhýði sem er vannýtt hráefni úr landbúnaði. Myndin er frá kynningu á uppskeruhátíðinni á síðasta ári í Tjarnarbíói. Mynd / smh

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...