Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Sýnir landfræðilega dreifingu styrkja
Fréttir 26. nóvember 2025

Sýnir landfræðilega dreifingu styrkja

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Byggðastofnun hefur opnað mælaborð sem sýnir landfræðilega dreifingu styrkja veittum af stofnuninni frá árinu 2018.

Nýju mælaborði um landfræðilega dreifingu styrkja er skv. upplýsingum frá Byggðastofnun ætlað að bæta aðgengi að upplýsingum um starfsemi stofnunarinnar og úthlutun opinberra fjármuna. Mælaborðið er birt á vef Byggðastofnunar.

Eru stærstu styrkjapottarnir sagðir vera sóknaráætlanir landshluta og atvinnuráðgjöf á landsbyggðinni en úr þeim renni grunnframlag ríkisins gegnum Byggðastofnun til landshlutasamtaka sveitarfélaga. Auk þess veiti stofnunin styrki vegna ýmissa aðgerða í Byggðaáætlun, byggðarannsóknastyrki og styrki til meistaranema.

Í mælaborðinu er yfirlit yfir upphæðir styrkja sem veittir eru hvert ár, hagaðila eða svæði sem hljóta þá og nánari lýsing á styrkjunum eftir því sem við á. Hægt er að sía gögnin eftir ári, styrkjapotti og svæði.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...