Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Guðrún Hildur Gunnarsdóttir við mælingar á kynbótasýningu á Hólum í Hjaltadal. Bjarni Jónasson heldur í hestinn.
Guðrún Hildur Gunnarsdóttir við mælingar á kynbótasýningu á Hólum í Hjaltadal. Bjarni Jónasson heldur í hestinn.
Mynd / Anna Guðrún Grétarsdóttir
Fréttir 1. febrúar 2024

Sýningaáætlun fyrir kynbótasýningar 2024

Höfundur: Halla Eygló Sveinsdóttir, ráðunautur í hrossarækt.

Á fundi fagráðs í hrossarækt þann 29. nóvember 2023 var eftirfarandi sýningaáætlun samþykkt.

RML áskilur sér rétt til að fækka dögum, fella niður sýningar eða sameina sýningar eftir þörfum. Lágmarksfjöldi skráninga á sýningu eru 30 hross, nái sýning ekki þeim fjölda er sýning felld niður og hrossin færð á aðrar sýningar í samráði við eigendur þeirra eða sýningargjöld að fullu endurgreidd.

Sjálfsagt eru margir ræktendur þegar farnir að
vega og meta hvaða hross þeir hyggjast mæta með á sýningar og þá er gott að hafa eftirfarandi í huga:

  • Ekki er hægt að skrá hryssur eða geldinga til sýningar nema búið sé að taka úr þeim stroksýni til DNA-greiningar og staðfesting á því liggi fyrir í WF.
  • Allir stóðhestar verða að vera DNA-greindir svo og foreldrar þeirra.
  • Úr öllum stóðhestum fimm vetra og eldri þarf að liggja fyrir í WF að búið sé að taka blóðsýni og röntgenmynda vegna spatts.
  • Ekki er hægt að skrá hross á kynbótasýningu nema þau séu örmerkt.
  • Ef örmerki finnst ekki í hrossi sem mætir til dóms ber að örmerkja það á staðnum og taka stroksýni úr nös til DNA-greiningar á ætterni, með þeim kostnaði sem af því hlýst fyrir eiganda/ forráðamann. Örmerki og DNA-sýni þurfa ávallt að fylgjast að. 

Ef þess er nokkur kostur þá er farsælast að afgreiða þessi atriði sem fyrst því tíminn til vors er fljótur að líða. Nánari upplýsingar um reglur og annað sem viðkemur kynbótasýningum má finna á heimasíðunni www.rml.is

Vorsýningar
27. maí til 31. maí Rangárbakkar I
3. júní til 7. júní Víðidalur
3. júní til 7. júní Rangárbakkar II
3. júní til 7. júní Hólar I
10. júní til 14. júní Selfoss I
10. júní til 14. júní Rangárbakkar III
10. júní til 14. júní Sprettur I
10. júní til 14. júní Hólar II
18. júní til 21. júní Selfoss II
18. júní til 21. júní Rangárbakkar IV
18. júní til 21. júní Hólar III
18. júní til 21. júní Sprettur II

Landsmót hestamanna Víðidal
1. júlí til 7. júlí

Miðsumarssýningar
22. júlí til 26. júlí Rangárbakkar
22. júlí til 26. júlí Hólar
23. júlí til 24. júlí Stekkhólmi

Síðsumarssýningar
12. til 16. ágúst Rangárbakkar I
12. til 16. ágúst Hólar
19. til 23. ágúst Rangárbakkar II

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...