Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Félagar í Rótarýklúbbi Rangæinga og gestir við opnun Austurleiðarsýningarinnar.
Félagar í Rótarýklúbbi Rangæinga og gestir við opnun Austurleiðarsýningarinnar.
Mynd / mhh
Líf og starf 8. janúar 2024

Sýning á sögu Austurleiðar

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Sýning á sögu rútufyrirtækis opnaði nýlega í Skógum undir Eyjafjöllum.

Í tilefni af 60 ára afmæli rútufyrirtækisins Austurleiðar í Rangárvallasýslu fyrr á þessu ári ákvað Rótarýklúbbur Rangæinga að hafa það að markmiði sínu að koma upp sýningu um starfsemi fyrirtækisins á Samgöngusafninu í Skógum undir Eyjafjöllum.

Það hefur nú tekist því 16. nóvember var sýningin opnuð formlega að viðstöddum forsvarsmönnum safnsins og Rótarýklúbbsins.

„Á sýningunni er farið yfir fyrstu 20 árin eftir stofnun hlutafélagsins Austurleiðar á spjöldum með myndum og texta, sem ég veit að margir hafa gaman af því að skoða. Þá má geta þess að fyrsta rúta fyrirtækisins, L-502, er í eigu safnsins og til stendur að gera hana upp. Hún er illa farin en er nú komin í skjól og mun njóta þeirrar virðingar sem hún á skilið,“ segir Sigurlín Sveinbjarnardóttir, fyrrum forseti Rótarýklúbbs Rangæinga og ein af driffjöðrum verkefnisins í Skógum.

Hlutafélagið Austurleið var stofnað þann 1. apríl 1963 á Hvolsvelli af átta hluthöfum. Fyrirtækið var með áætlunarferðir frá Reykjavík og að Múlakoti í Fljótshlíð og einnig austur í Vík og á Kirkjubæjarklaustur.

Bílaeign var ekki almenn á þessum tíma og því þótti mörgum gott að geta brugðið sér til Reykjavíkur í dagsferð til að sinna margs konar erindum.

Rútan L-502 frá Austurleið árgerð 1963, sem er í eigu Samgöngusafnsins í Skógum, en til stendur að gera hana upp. Verður það eflaust mikil vinna miðað við ástand rútunnar.

Skylt efni: Austurleið | Samgöngusafn

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...