Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Félagar í Rótarýklúbbi Rangæinga og gestir við opnun Austurleiðarsýningarinnar.
Félagar í Rótarýklúbbi Rangæinga og gestir við opnun Austurleiðarsýningarinnar.
Mynd / mhh
Líf og starf 8. janúar 2024

Sýning á sögu Austurleiðar

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Sýning á sögu rútufyrirtækis opnaði nýlega í Skógum undir Eyjafjöllum.

Í tilefni af 60 ára afmæli rútufyrirtækisins Austurleiðar í Rangárvallasýslu fyrr á þessu ári ákvað Rótarýklúbbur Rangæinga að hafa það að markmiði sínu að koma upp sýningu um starfsemi fyrirtækisins á Samgöngusafninu í Skógum undir Eyjafjöllum.

Það hefur nú tekist því 16. nóvember var sýningin opnuð formlega að viðstöddum forsvarsmönnum safnsins og Rótarýklúbbsins.

„Á sýningunni er farið yfir fyrstu 20 árin eftir stofnun hlutafélagsins Austurleiðar á spjöldum með myndum og texta, sem ég veit að margir hafa gaman af því að skoða. Þá má geta þess að fyrsta rúta fyrirtækisins, L-502, er í eigu safnsins og til stendur að gera hana upp. Hún er illa farin en er nú komin í skjól og mun njóta þeirrar virðingar sem hún á skilið,“ segir Sigurlín Sveinbjarnardóttir, fyrrum forseti Rótarýklúbbs Rangæinga og ein af driffjöðrum verkefnisins í Skógum.

Hlutafélagið Austurleið var stofnað þann 1. apríl 1963 á Hvolsvelli af átta hluthöfum. Fyrirtækið var með áætlunarferðir frá Reykjavík og að Múlakoti í Fljótshlíð og einnig austur í Vík og á Kirkjubæjarklaustur.

Bílaeign var ekki almenn á þessum tíma og því þótti mörgum gott að geta brugðið sér til Reykjavíkur í dagsferð til að sinna margs konar erindum.

Rútan L-502 frá Austurleið árgerð 1963, sem er í eigu Samgöngusafnsins í Skógum, en til stendur að gera hana upp. Verður það eflaust mikil vinna miðað við ástand rútunnar.

Skylt efni: Austurleið | Samgöngusafn

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...