Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Á Þingvöllum geta gestir fylgst með Alþingi árið 1000 með aðstoð símans.
Á Þingvöllum geta gestir fylgst með Alþingi árið 1000 með aðstoð símans.
Mynd / Gagarín
Líf og starf 14. nóvember 2025

Sýndarveruleiki á ferðamannastöðum

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Hönnunarstofan Gagarín hefur hannað gagnvirkar lausnir til að miðla sögunni til ferðamanna á nokkrum stöðum umhverfis landið.

Á Hofsstöðum í Garðabæ hannaði Gagarín sýningu sem fjallar um landnámsminjar sem þar fundust. Miðlunin er í formi upplýsingaskilta en einnig voru settir upp þrír sýndarveruleika-kíkjar þar sem gestum gefst tækifæri til að skyggnast inn í fortíðina. Þar sjá ferðamenn hvernig landnámsmenn byggðu hús sín, hvernig daglegt líf þeirra var og hvað þeir tóku sér fyrir hendur. Frá þessu er greint í fréttatilkynningu frá Gagarín.

Sýndarveruleikakíkjar við Hofsstaði í Garðabæ gefa fólki kost á að horfa inn í fortíðina

Við Gullfoss geta gestir kynnst fyrsta umhverfissinna Íslands, Sigríði Tómasdóttur frá Brattholti, sem barðist gegn virkjun fossins. Með hjálp QR-kóða á fimm mismunandi stöðum opnast sýndarveruleiki þar sem leikkonan Ebba Katrín Finnsdóttir túlkar Sigríði. Gestir skynja mikilvægi fossins með augum hennar, kynnast bóndadóttur, listakonu og óþreytandi baráttukonu, allt í sömu myndinni. Vakin er sú spurning hvernig svæðið liti út ef fossinn hefði verið virkjaður.

Við Gullfoss er þeirri spurningu velt upp hvað hefði gerst ef fossinn hefði verið virkjaður.

Á Þingvöllum geta gestir upplifað lífið frá fyrri tíð, eins og Alþingi árið 1000, með því að skanna QR-kóða og leggst þá fortíðin yfir nútímann í farsímanum. Á næsta ári stendur til að gera gestum fært að sjá hverinn Geysi gjósa á ný með hjálp sýndarveruleika.

Við Þrístapa í Húnavatnshreppi fór fram síðasta aftakan á Íslandi árið 1830 og hefur þeirri sögu verið gefið líf með útisýningu Gagarín. Þegar gestir ganga að aftökupallinum, sem stendur í um 150 metra fjarlægð frá þjóðvegi 1, ganga þeir í gegnum söguna, allt frá aðdraganda morðanna á Illugastöðum að eftirmálum þeirra. Er þar dregin upp mynd af harmrænum örlögum Agnesar og Friðriks og saga þeirra verður nánast áþreifanleg í landslaginu. 

Útisýning Gagarín við Þrístapa á Þingum skýrir frá síðustu aftökunni á Íslandi.

Skylt efni: sýndarveruleiki

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...