Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Sýn féhirðis á sauðkindina:
Líf og starf 2. október 2024

Sýn féhirðis á sauðkindina:

Að bera fé: Afklæða kind.

Aflafé: Kindur sem stunda veiðiskap.

Áhættufé: Fífldjarfar sauðkindur.

Eigið fé: Kindur sem maður á sjálfur.

Fégræðgi: Að vera einstaklega sólginn í sauðaket.

Féhirðir: Smali.

Félag: Lag sem samið er um sauðfé.

Félegur: Eins og sauður.

Féleysi: Þegar skorið hefur verið niður vegna riðuveiki.

Fjárdráttur: Samræði við kind.

Fjárhagur: Einhver sem er afar laginn við sauðfé.

Fjárhirslur: Geymslur fyrir sauðfé.

Fjárlög: Mörg lög sem samin eru um sauðfé.

Fjármagn: Þegar margar ær koma saman.

Fjármál: Tungumál sauðkinda/jarm.

Fjármálaráðherra: Yfirsmali.

Fjármunir: Lausamunir í eigu sauðkinda.

Fjárnám: Skóli fyrir kindur.

Fjárplógsstarfsemi: Jarðyrkja þar sem sauðfé er beitt fyrir plóg.

Fjársöfnun: Smalamennska.

Fjárútlát: Þegar ærnar eru settar út á vorin.

Fjárvarsla: Það að geyma kindur.

Fjárveitingar: Þegar boðið er upp á sauðaket í matarboðum.

Fjáröflun: Smalamennska.

Fundið fé: Kindur sem búið er að smala.

Glatað fé: Fé sem ekki hefur komið aftur af fjalli.

Grímsá: Kind í eigu Gríms.

Handbært fé frá rekstri: Kindur sem menn hafa gefist upp á að reka og ákveðið að bera á höndum sér.

Hlutafé: Súpukjöt.

Langá: Einstaklega löng kind.

Lausafé: Kindur sem eru lausar á afréttinum.

Norðurá: Kind að norðan.

Opinbert fé: Kind í eigu ríkisins.

Sauðburður: Þegar handbært fé er borið á milli staða.

Sparifé: Kindur sem ekki eru notaðar hversdags.

Stofnfé: Fyrstu kindurnar sem maður eignast.

Tryggingafé: Öruggt sauðfé.

Veltufé: Afvelta kindur.

Þjórfé: Drykkfelldar kindur.

Þverá: Þrjósk kind.

(tekið traustataki af internetinu)

Skylt efni: sauðfjárrækt

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...