Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Syðstu-Fossar
Bóndinn 19. september 2023

Syðstu-Fossar

Á Syðstu-Fossum í Borgarfirði búa þau Unnsteinn og Harpa ásamt Snorra, föður Unnsteins, sem er fyrrverandi bóndi á bænum, og Magnúsi, syni þeirra.

Býli: Syðstu-Fossar.

Staðsett í sveit: Borgarfjörður.

Ábúendur: Unnsteinn Snorri Snorrason og Harpa Sigríður Magnúsdóttir.

Fjölskyldustærð (og gæludýra): Við eigum tvo syni, Ísak Rey (f. 2000) og Magnús Snorra (f. 2015). Ísak er fluttur að heiman, býr á Fáskrúðsfirði.

Á bænum býr einnig Snorri Hjálmarsson, sem er pabbi Unnsteins og fyrrverandi bóndi á bænum. Í heimilisfesti eru einnig tveir gagnslausir kettir, Doppa og Aska, sem eru í eigu húsfreyjunnar.

Stærð jarðar: Jörðin er um 170 ha, þar af eru um 30 ha tún.

Gerð bús: Sauðfé og hross.

Fjöldi búfjár: 120 vetrarfóðraðar ær og 25 hross

Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum: Dagarnir eru misjafnir, eftir árstíðum, eins og gengur í búskapnum. Harpa og Unnsteinn vinna bæði utan bús. Unnsteinn sér um gegningar að morgni áður en hann fer til vinnu. Harpa sér um að koma Magnúsi í skóla. Síðan reyna allir að hjálpast að seinni part dags eftir getu og áhugasviði.

Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Skemmtilegustu verkefnin eru á vorin. Það fylgja því alltaf einhverjir töfrar að taka á móti vorinu með öllum þeim verkefnum sem því fylgja.

Okkur þykja engin bústörf sérstaklega leiðinleg, nema þá helst bókhald og skýrsluskil.

Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir 5 ár: Það eru ekki fyrirhugaðar neinar breytingar á búskapnum næstu árin.

Við erum opin fyrir tækifærum sem geta skapað meiri tekjur af búskapnum, þannig að ekki þurfi að sækja vinnu utan bús í eins miklum mæli.

Hvað er alltaf til í ísskápnum: Það er þetta hefðbundna, íslenskar landbúnaðarafurðir, svo sem mjólk, smjör, ostar og skinka. Síðan er gjarnan til sviðasulta og kalt slátur.

Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu: Þegar mikið liggur við er eldað lambakjöt. Steikt bleikja er líka ofarlega á vinsældalistanum.

Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin: Við gefum Magnúsi orðið: „Mér fannst skemmtilegt þegar kindin mín bar, 3 lömbum, úti á túni eitt vorið. Við þurftum að sækja hana á bílnum. Pabbi mátti ekki vera að því að setja hana inn á réttum tíma því hann var að halda fyrirlestur í tölvunni um vinnuhagræðingu á sauðburði. Svo setti pabbi eitt lambið á um haustið, en ég komst að því í vor og núna á ég 6 kindur, átti nefnilega bara 5.“

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...