Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Syðri-Völlur
Bóndinn 1. mars 2022

Syðri-Völlur

Margrét Jónsdóttir frá Syðra-Velli og Þorsteinn Ágústsson frá Brúnastöðum hófu búskap á Syðra-Velli vorið 1982, en þá komu aftur kýr á bæinn eftir nokkurt hlé.

Þau tóku við jörðinni af foreldrum Margrétar, en hún er fjórði ættliður sem situr jörðina.

Býli:  Syðri-Völlur.

Staðsett í sveit: Í Gaulverja­bæjarhreppi hinum forna, nú Flóahreppi.

Ábúendur: Margrét Jónsdóttir og Þorsteinn Ágústsson þar til í desember 2019 þegar hann féll frá.

Fjölskyldustærð (og gæludýra): Guðbjörg Anna, f. 1984, látin 1994, Ingveldur, f. 1994, vefstjóri Ullarverslunarinnar í Gömlu Þingborg, búsett á Selfossi, Jón Gunnþór, f. 1998, búfræðingur og húsasmiður og starfsmaður búsins og Ágúst, f. 2004, nemi í FSu á málmiðnbraut.

Stærð jarðar? 162 hektarar. Auk þess með á leigu 110 hektara á næstu jörðum.

Gerð bús? Hefðbundið blandað bú.

Fjöldi búfjár og tegundir? Tæplega 100 nautgripir, rúmlega 100 fjár og hrossastóð í haga. Meindýraeyðirinn Brandur og smalahundarnir Skotta og sonur hennar Snati.
Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Mjaltir kvölds og morgna og gegningar þess á milli.
Fyrir hádegi fer Margrét í sína aðra vinnu sem er Ullarverslunin í Gömlu Þingborg þar sem hún er verslunarstjóri.



Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Heyskapur í góðri tíð er eitthvað það skemmtilegasta. Leiðinlegast er þegar lóga þarf skepnum.

Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Vonandi verður hann með svipuðu sniði, en með aukinni mjólkurframleiðslu.
Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í framleiðslu íslenskra búvara? Til að nefna eitthvað, í mjólk og mjólkurvörum.

Hvað er alltaf til í ísskápnum? Smjör og ostur, skyr og rjómi.

Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Fólkið er alætur og finnst allur matur góður. Kannski stendur þó grillað hrossakjöt upp úr.

Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Þegar það kom aftur sauðfé á bæinn haustið 2008, eftir riðuniðurskurð 2006.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...