Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Syðri-Fljótar
Bóndinn 26. maí 2016

Syðri-Fljótar

Kristín og Brandur keyptu jörðina Syðri-Fljóta 1. apríl 1998 af hjúkrunarheimilinu Klausturhólum. Þá voru hér 59 kindur. Búið er að taka allt í gegn og byggja hesthús og reiðhöll. 
 
Býli:  Syðri-Fljótar.
 
Staðsett í sveit: Skaftárhreppi í Vestur-Skaftafellssýslu.
 
Ábúendur: Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon.
 
Fjölskyldustærð (og gæludýra): 
Við eigum 2 börn; Svanhildi að verða 16 ára og Lárus að verða 10 ára. Við eigum tíkina Heru frá Laugardælum og köttinn Snældu frá Keldudal.
 
Stærð jarðar? Jörðin er 4.200 ha.
 
Gerð bús? Sauðfjárbú og tamningastöð.
 
Fjöldi búfjár og tegundir? 430 kindur og um 20 hross.
 
Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? 
Sex mánuði á ári byrjar dagurinn á gegningum, síðan er verið í hesthúsinu allan daginn. Börnin segja að við séum í hesthúsinu alla daga. 
 
Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Öll bústörf mjög  skemmtileg.
 
Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Mjög svipaðan.
 
Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Höfum fylgst alltof lítið með félagsmálum bænda en erum mjög fegin að einhver vilji taka þau að sér.
 
Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Vel ef verslunin í landinu fær ekki öllu stjórnað í landinu og einokar ekki fjölmiðla og ef ríkið færi nú að auglýsa allar eyðijarðirnar í Meðallandi til leigu þá yrði nú líf í kringum okkur. Það hefur orðið alveg ótrúlegur dráttur á því og hver vísar á annan í þeim málum.
 
Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Höldum að það ætti að byrja á því að markaðssetja lambakjötið fyrir alla ferðamennina sem eru að koma til landsins.
 
Hvað er alltaf til í ísskápnum? AB mjólk, undanrenna, fjörmjólk, ostur og smjör. Erum að reyna að styrkja beljubændurna.
 
Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Heimaslátrað lamba- og ærkjöt, grillað eða steikt.
 
Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Þegar Kristín var valin í landsliðið í hestaíþróttum og öll fjölskyldan fór til Danmerkur á HM til að fylgja henni og Þokka þar sem þau urðu heimsmeistarar í tölti. Það var geggjað gaman.

4 myndir:

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...