Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Syðra Langholt
Bóndinn 1. ágúst 2017

Syðra Langholt

Fjölskyldan að Syðra Langholti telur tækifæri fyrir allar landbúnaðarafurðir til staðar. Þetta snúist bara um markaðssetningu.
 
Býli: Syðra Langholt
 
Staðsett í sveit: Hrunamannahreppi.
 
Ábúendur: Sigmundur Jóhannesson, Arna Þöll Sigmundsdóttir, Þorsteinn Gunnar Þorsteinsson og Svava Marý Þorsteinsdóttir. 
 
Stærð jarðar? 118 hektarar.
 
Gerð bús? Hrossabú og ferðaþjónusta.
 
Fjöldi búfjár og tegundir? 100 hross.
 
Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? 
Byrjað á morgnana að reka heim leiguhestana og þar á eftir tamningahrossin. Svo er tamið og þjálfað fram á kvöld.
 
Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin?
Skemmtilegast er að þjálfa góðan hest en leiðinlegast að skítherfa túnin.
 
Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár?
Með svipuðu sniði, bara stærra hlutfall af betri hestum í hjörðinni.
 
Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda?
Okkur finnst vanta meiri samstöðu í bændastéttina.
 
Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? 
Honum mun vegna vel því hreinleiki landbúnaðarvara hér er hvað bestur í heiminum og fólk er að verða meira og meira meðvitaðra um mikilvægi þess.
 
Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara?
Það eru tækifæri fyrir allar landbúnaðarafurðir. Þetta snýst bara um góða markaðssetningu. 
 
Hvað er alltaf til í ísskápnum? 
Mjólk, smjör og ostur.
 
Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu?
Grillað lambakjöt.
 
Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? 
Þegar hryssan okkar hún Gleði fór í 8,45 í aðaleinkunn í kynbótadómi.
Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...