Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 mánaða.
Svo uppsker sá sem sáir
Mynd / HKr.
Af vettvangi Bændasamtakana 11. september 2025

Svo uppsker sá sem sáir

Höfundur: Trausti Hjálmarsson, formaður Bændasamtaka Íslands

Í haust er uppskerutími okkar bænda, þótt mikilvægi árstíðarinnar sé vissulega mismikið eftir búgreinum. Margar vörur berast í verslanir allan ársins hring, og tæknin og náttúruauðlindir okkar hafa gert það að verkum að neytendur hafa sömuleiðis stöðugan aðgang að fjölbreyttu úrvali af fersku grænmeti.

Trausti Hjálmarsson

Haustið er tíminn þegar uppskeran stendur sem hæst og úrvalið er mest. Ég veit að ég er alls ekki einn um að njóta þess að sjá bændur að störfum á ferðum mínum um landið. Hvort sem maður býr í sveit eða borg þá snertir það eitthvað í okkur flestum að sjá fólk við vinnu í sveitum landsins.

Bæði er það vegna þess að það er alltaf gaman að sjá fólk við vinnu sem kann vel til verka og vinnur þau fljótt og vel. En líka vegna þess að þetta er til marks um líf í landinu.

Þetta sumar hefur veðrið leikið við okkur Íslendinga og útlit er fyrir afbragðs uppskeru um allt land. Heyskapur gengur vel og kornskurður líka og uppskeran hjá grænmetisbændum lofar afar góðu. Mögulega áttum við þetta inni hjá almættinu eftir síðasta sumar, en ég læt guðfræðingum um að svara því.

En þrátt fyrir góða veðrið og sólina er uppskeran alltaf afrakstur erfiðis, útsjónarsemi og hagsýni bænda um allt land. Það er óþarfi að lista það upp fyrir lesendum þessa blaðs hvað liggur á bak við afkomu hvers býlis. Bændur vinna myrkranna á milli og með menntun sína og reynslu að vopni ná þeir því sem mögulegt er að ná úr rekstri sinna býla. Það er ekkert gefið í þessum efnum, en það má endilega gleðjast þegar vel gengur.

Eins og ég hef vikið hér að nokkrum sinnum áður renna núgildandi búvörusamningar út í lok næsta árs og erum við að hefja vinnu með stjórnvöldum um starfsskilyrði bænda og íslensks landbúnaðar til framtíðar.

Sömu lögmál eiga við um slíka vinnu og bústörfin sjálf. Undirbúningur og góð áætlanagerð ásamt útsjónarsemi, aðlögunarhæfni og mikilli vinnu skilar miklu betri uppskeru en ella.

Þess vegna hef ég lagt á það áherslu að hefja þessa vinnu nú í haust svo okkur gefist nægur tími til að niðurstaðan verði bæði okkur bændum og líka stjórnvöldum hagfelld. Starfsfólk Bændasamtakanna hefur lagt hart að sér í aðdraganda viðræðnanna og komum við afar vel undirbúin til þeirra.

Við höfum líka lagt grunninn með öðrum hætti. Auðveldara er fyrir okkur og stjórnvöld að komast að samkomulagi sem okkur er hagfellt ef almenningsálitið er með okkur. Auglýsingarnar okkar undir slagorðinu „Við erum öll úr sömu sveit“ leika hér hlutverk, en líka það hvernig við mætum almenningi, hagsmunasamtökum og stjórnmálafólki almennt.

Stóru verkefni Bændasamtakanna eru óbreytt. Við viljum að bændum séu tryggðar sanngjarnar tekjur fyrir þeirra vinnu. Að íslenskur landbúnaður fái þann stuðning og þá vernd sem hann þarf til að keppa á jafningjagrundvelli við innfluttar vörur og að fundnar verði lausnir á þeim vanda sem nýliðun í greininni getur orðið.

Málstaður okkar er góður. Við erum vel undirbúin og við njótum stuðnings almennings og neytenda. Ég hef því fulla trú á að uppskeran verði með ágætum. 

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...