Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Svo kom „hverfipállinn“ til sögu
Mynd / Ólaftur Guðmundsson
Á faglegum nótum 3. ágúst 2021

Svo kom „hverfipállinn“ til sögu

Höfundur: Bjarni Guðmundsson

Áhöld til jarðvinnslu voru í fyrstu ekki flókin; ef til vill aðeins skeftur spaði, eins og sá sem við þekkjum sem pál úr íslenskri verkfærasögu. Einhverjum datt svo í hug að raða urmli slíkra spaða á einn og sama öxulinn.

Þá var komið veltiherfi. Með tilkomu aflvéla mátti svo knýja spaðasettan öxulinn til snúnings og þá var fenginn sá sem kalla hefði mátt „hverfipál“ – en við þekkjum í dag sem jarðtætara. Stórlega einfölduð þróunarsaga.

Þúfnabaninn sæli var vélknúinn jarðtætari, sá fyrsti sem Íslendingar kynntust. Á fjórða áratugnum var kynntur jarðtætari „mjög hugvitsamlega tengdur FORDSON-dráttarvélinni“, eins og umboðsmaðurinn, P. Stefánsson, auglýsti. Lítil áhrif hafði tætarinn sá þó á gang ræktunarsögunnar hérlendis.

Með tilkomu vökvastýrðs þrítengis og aflúttaks á dráttarvélum opnuðust ýmsir möguleikar til nýrrar hönnunar verkfæra við þær. Enska fyrirtækið Rotary Hoes Ltd í Essex hóf að smíða aflknúna jarðtætara á grundvelli uppfinningar stofnanda síns, A. C. Howard, frá árinu 1912.

Heildverslunin Hekla hf. hlut­aðist til um innflutning tveggja jarðtætara frá fyrirtækinu sumarið 1954 og hóf Verkfæranefnd þá um haustið athuganir á notagildi þeirra. Annar tætararinn var tengdur aftan í beltavél, IHC TD 6, en hinn hafði verið smíðaður fyrir Ferguson-dráttarvél. Tætararnir voru reyndir á ýmsum gerðum lands og jarðvegs. Álit Verkfæranefndar að loknum athugunum var „að jarðtætarar séu hentugir til þess að vinna land, sem legið hefur í plógstrengjum 1-2 ár. Þeir fínmylja jarðveginn og mynda [góðan sáðbeð].“

Margir hrifust af vinnubrögð­um jarðtætaranna og í hönd fór blóma­skeið þeirra í jarðvinnslusögunni. Það ýtti líka undir kaup bænda á þeim að víða voru nú að koma heimilisdráttarvélar sem tætararnir hentuðu vel við. Plógar og hefðbundin herfi lentu í nokkrum skugga. Brátt kom þó í ljós að auðvelt var að misnota jarðtætarana og að þeir áttu ekki við allar gerðir jarðvegs; með þeim mátti jafnvel spilla byggingu jarðvegsins, t.d. mýrajarðvegs, svo áhrif gat haft á grassprettu og endingu sáðgresis í nýræktum.

Hér er líklega verið að kynna jarðtætara árið1957 (Agrotiller); ekki að undra að menn hrifust af sáðbeðinum sem hann skilaði.

En menn lærðu af reynslunni og þeim fáu rannsóknum sem gerðar voru. Hefðbundir jarðtætarar, en í þeim flokki urðu Howard og Agrotiller vinsælastir framan af, hurfu en „hverfipálarnir“ þróuðust yfir í aðrar gerðir aflknúinna jarðvinnslutækja, svo sem þá sem þessi árin kallast í daglegu tali „pinnatætarar“ og eru úr þeim flokki sem enskir nefna power harrows og rotary harrows – úr flokki „hverfiherfa“ (!)

Auglýsing úr búnaðarblaðinu Frey 1933 á Fordson-dráttarvél með jarðtætara.

Bjarni Guðmundsson

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...