Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Svo kom „hverfipállinn“ til sögu
Mynd / Ólaftur Guðmundsson
Á faglegum nótum 3. ágúst 2021

Svo kom „hverfipállinn“ til sögu

Höfundur: Bjarni Guðmundsson

Áhöld til jarðvinnslu voru í fyrstu ekki flókin; ef til vill aðeins skeftur spaði, eins og sá sem við þekkjum sem pál úr íslenskri verkfærasögu. Einhverjum datt svo í hug að raða urmli slíkra spaða á einn og sama öxulinn.

Þá var komið veltiherfi. Með tilkomu aflvéla mátti svo knýja spaðasettan öxulinn til snúnings og þá var fenginn sá sem kalla hefði mátt „hverfipál“ – en við þekkjum í dag sem jarðtætara. Stórlega einfölduð þróunarsaga.

Þúfnabaninn sæli var vélknúinn jarðtætari, sá fyrsti sem Íslendingar kynntust. Á fjórða áratugnum var kynntur jarðtætari „mjög hugvitsamlega tengdur FORDSON-dráttarvélinni“, eins og umboðsmaðurinn, P. Stefánsson, auglýsti. Lítil áhrif hafði tætarinn sá þó á gang ræktunarsögunnar hérlendis.

Með tilkomu vökvastýrðs þrítengis og aflúttaks á dráttarvélum opnuðust ýmsir möguleikar til nýrrar hönnunar verkfæra við þær. Enska fyrirtækið Rotary Hoes Ltd í Essex hóf að smíða aflknúna jarðtætara á grundvelli uppfinningar stofnanda síns, A. C. Howard, frá árinu 1912.

Heildverslunin Hekla hf. hlut­aðist til um innflutning tveggja jarðtætara frá fyrirtækinu sumarið 1954 og hóf Verkfæranefnd þá um haustið athuganir á notagildi þeirra. Annar tætararinn var tengdur aftan í beltavél, IHC TD 6, en hinn hafði verið smíðaður fyrir Ferguson-dráttarvél. Tætararnir voru reyndir á ýmsum gerðum lands og jarðvegs. Álit Verkfæranefndar að loknum athugunum var „að jarðtætarar séu hentugir til þess að vinna land, sem legið hefur í plógstrengjum 1-2 ár. Þeir fínmylja jarðveginn og mynda [góðan sáðbeð].“

Margir hrifust af vinnubrögð­um jarðtætaranna og í hönd fór blóma­skeið þeirra í jarðvinnslusögunni. Það ýtti líka undir kaup bænda á þeim að víða voru nú að koma heimilisdráttarvélar sem tætararnir hentuðu vel við. Plógar og hefðbundin herfi lentu í nokkrum skugga. Brátt kom þó í ljós að auðvelt var að misnota jarðtætarana og að þeir áttu ekki við allar gerðir jarðvegs; með þeim mátti jafnvel spilla byggingu jarðvegsins, t.d. mýrajarðvegs, svo áhrif gat haft á grassprettu og endingu sáðgresis í nýræktum.

Hér er líklega verið að kynna jarðtætara árið1957 (Agrotiller); ekki að undra að menn hrifust af sáðbeðinum sem hann skilaði.

En menn lærðu af reynslunni og þeim fáu rannsóknum sem gerðar voru. Hefðbundir jarðtætarar, en í þeim flokki urðu Howard og Agrotiller vinsælastir framan af, hurfu en „hverfipálarnir“ þróuðust yfir í aðrar gerðir aflknúinna jarðvinnslutækja, svo sem þá sem þessi árin kallast í daglegu tali „pinnatætarar“ og eru úr þeim flokki sem enskir nefna power harrows og rotary harrows – úr flokki „hverfiherfa“ (!)

Auglýsing úr búnaðarblaðinu Frey 1933 á Fordson-dráttarvél með jarðtætara.

Bjarni Guðmundsson

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...