Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Svipmyndir úr fundaferð
Fréttir 8. september 2022

Svipmyndir úr fundaferð

Höfundur: Höskuldur Sæmundsson

Stjórn og starfsfólk Bændasamtaka Íslands ásamt fulltrúum Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) lögðu land undir fót og héldu bændafundi hringinn í kringum landið undir yfirskriftinni „Samtal um öryggi“ dagana 22.–26. ágúst sl.

Var þetta annað árið í röð þar sem svona ferð er farin og mættu mörg hundruð bændur á þá ellefu fundi sem haldnir voru víðs vegar um landið.

Yfirskrift ferðarinnar vísaði til afkomuöryggis bænda, fæðuöryggis og matvælaöryggis enda bændur mikilvægur hlekkur í afkomu þjóðar. Almennt var andinn góður á fundum og voru skoðanaskipti og umræður hreinskilnar eins og bænda er siður.

Stiklað var á stóru eins og tími og umfang leyfði og má þar helst nefna umræður um búvörusamninga, samningsmarkmið og ferlin fram undan, umræður um afurðaverð og afkomu bænda, nýliðun í landbúnaði, umhverfismál, gripagreiðslur og húsnæðismál Bændasamtakanna, svo eitthvað sé nefnt. Helsti ávinningur þessarar ferðar var þó að stjórn og starfsfólk BÍ fékk tækifæri til að hlusta á og ræða við bændur. Slíkt þéttir raðirnar og vilja starfsmenn Bændasamtakanna þakka bændum sérstaklega fyrir brýningar, hvatningu og stuðning sem þeir fundu glögglega fyrir. Hér má finna svipmyndir frá fundunum.

6 myndir:

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...