Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Svipmyndir úr fundaferð
Fréttir 8. september 2022

Svipmyndir úr fundaferð

Höfundur: Höskuldur Sæmundsson

Stjórn og starfsfólk Bændasamtaka Íslands ásamt fulltrúum Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) lögðu land undir fót og héldu bændafundi hringinn í kringum landið undir yfirskriftinni „Samtal um öryggi“ dagana 22.–26. ágúst sl.

Var þetta annað árið í röð þar sem svona ferð er farin og mættu mörg hundruð bændur á þá ellefu fundi sem haldnir voru víðs vegar um landið.

Yfirskrift ferðarinnar vísaði til afkomuöryggis bænda, fæðuöryggis og matvælaöryggis enda bændur mikilvægur hlekkur í afkomu þjóðar. Almennt var andinn góður á fundum og voru skoðanaskipti og umræður hreinskilnar eins og bænda er siður.

Stiklað var á stóru eins og tími og umfang leyfði og má þar helst nefna umræður um búvörusamninga, samningsmarkmið og ferlin fram undan, umræður um afurðaverð og afkomu bænda, nýliðun í landbúnaði, umhverfismál, gripagreiðslur og húsnæðismál Bændasamtakanna, svo eitthvað sé nefnt. Helsti ávinningur þessarar ferðar var þó að stjórn og starfsfólk BÍ fékk tækifæri til að hlusta á og ræða við bændur. Slíkt þéttir raðirnar og vilja starfsmenn Bændasamtakanna þakka bændum sérstaklega fyrir brýningar, hvatningu og stuðning sem þeir fundu glögglega fyrir. Hér má finna svipmyndir frá fundunum.

6 myndir:

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...