Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Svínapest í Skandinavíu
Utan úr heimi 1. nóvember 2023

Svínapest í Skandinavíu

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Fyrsta tilfelli afrísku svínapestarinnar greindist í Svíþjóð 6. september. Smitleið er óljós.

Sóttin greindist í villisvínum en hefur ekki borist enn inn á bú. Þetta er alvarlegur vírussjúkdómur sem drepur svín á nokkrum dögum, en berst ekki yfir í menn. Ekki er enn ljóst hvernig pestin barst til Svíþjóðar, en hún getur meðal annars borist með sýktu kjöti, klæðnaði og öðrum búnaði. Stjórnarráð Svíþjóðar greinir frá.

Mikil undirbúningsvinna hefur átt sér stað undanfarin ár vegna fyrirsjáanlegrar hættu á útbreiðslu sóttarinnar til Svíþjóðar. Þar til gerð yfirvöld ásamt samtökum veiðimanna vinna að því að kortleggja útbreiðslu smitsins.

Aðgangur að sýktum svæðum verður heftur, sem þýðir að ekki má dvelja þar, tína sveppi eða ber, veiða, höggva skóg eða stunda útivist.

Í fréttatilkynningu Matvælastofnunar (MAST) um málið segir að engin lækning sé við sjúkdómnum en að hægt sé að verjast honum með bóluefnum. Veiran lifir lengi í frosnu og þurrkuðu kjöti og getur dreifst yfir í svín komist þau í sýkt matvæli. MAST vill af þessu tilefni árétta mikilvægi sóttvarna, en í leiðbeiningum um efnið er meðal annars sagt að ekki skuli gefa búfénaði matarleifar – óháð því hver uppruninn sé.

Þá skulu þeir sem hafa komist í snertingu við búfé erlendis bíða í tvo sólarhringa áður en þeir heimsæki svínabú. Helstu einkenni afrískrar svínapestar eru hár hiti, minnkuð matarlyst, litabreytingar á húð og skyndilegur dauði.

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f