Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Sveppir fyrir húð, hár og heilsu
Líf og starf 9. september 2024

Sveppir fyrir húð, hár og heilsu

Höfundur: SIgrún Pétursdóttir

Nú þykir einhverjum fyrirsögnin sérkennileg, enda ef við hugsum okkur húð- eða hársveppi er það ekki endilega jákvæð eða aðlaðandi tilhugsun fyrir flesta.

Með mögulega sveppatínslu þessa ársfjórðungs í huga má þó velta ávinningi sveppa fyrir sér með opnum huga og jafnvel fara í sveppamó.

Sveppir fyrir húðina

Auka mýkt: Fjölsykrurnar sem eru til staðar í sveppum líkja eftir virkni hyaluronicsýru, náttúru- legrar fjölsykru sem bindur raka kröftuglega í húðinni og gerir hana mjúka.
Meðhöndlun unglingabóla: Sveppir innihalda mikið af D-vítamíni og getur neysla þeirra hjálpað til við að draga úr bólum auk þess að bæta getu líkamans við að græða húðina. (Má nefna að í húðvörum, ætluðum til að draga úr unglingabólum, er oft notað efni unnið úr sveppum.)
Húðljómi: Kojicsýran sem er til staðar í sveppum stuðlar að endur- nýjun ysta húðlagsins innan frá og hentar þannig vel til þess að fá húðina til að ljóma.
Ávinningur gegn öldrun: Sveppir eru ríkir af andoxunarefnum eins og seleni, C-vítamíni og kólíni. Þessi nauðsynlegu næringarefni berjast gegn skaða af sindurefnum í líkamanum, hlutleysa þau og halda þannig einkennum öldrunar í skefjum.

Sveppir fyrir hárið

Stöðva hárlos: Sveppir eru ríkir af járni – geta meira að segja uppfyllt daglega járnþörf og þannig spornað við vandamálum á borð við blóðleysi sem helst m.a. í hendur við hárlos. Mataræði ríkt af sveppum getur þannig unnið gegn hárlosi og stuðlað að vexti nýs hárs.
Hægja á gráu hárunum: Sveppir eru einnig þekktir fyrir mikið kopar-innihald. Kopar er eitt þeirra mikilvægu steinefna sem hafa áhrif á heilsu og lit hársins, þar meðtalið melanínframleiðsluna í blóðinu sem er ábyrg fyrir að viðhalda litarefni hársins.
Viðhalda almennri heilsu: Eins og áður hefur komið fram eru sveppir ríkir af seleni, ómissandi efnasambandi sem stendur fyrir uppbyggingu hársins. Getur neysla sveppa þannig haldið hárinu heilbrigðu og glansandi, enda má finna selen í innihaldslýsingu fjölmargra hárvara.

Sveppir fyrir heilsuna

Stuðla að hjartaheilsu og súrefnisflæði: Sveppir eru ríkir af trefjum og kalíum og eiga þátt í að bæta hjarta- og æðaheilbrigði. Þeir hafa einnig áhrif á blóðþrýstinginn og minnka þannig möguleikana á háþrýstingi. Koparinn hefur einnig áhrif á framleiðslu rauðra blóðkorna sem flytja súrefnið um líkamann. Auk þess sem kopar stuðlar einnig að heilbrigði beina og tauga. Passa þarf upp á að fá nægt kalíum í kroppinn, en það stuðlar að auki að eðlilegri vökvaflóru í líkamanum og uppbyggingu steinefna.
Koma betri stjórn á blóðsykurinn: Trefjaríkur matur getur átt þátt í að koma á betri stjórn á blóðsykrinum, en um 70 grömm af sveppum geta skilað einu grammi af trefjum til líkamans, 20-25 grömm eru dagleg þörf. Áðurnefnt D-vítamín í sveppunum hefur einnig góð áhrif á að vinna gegn sykursýkinni.

• Skerða vöxt krabbameinsfrumna: Margar rannsóknir víða um heim hafa leitt í ljós að sveppir styrkja ónæmiskerfið og hamla vexti krabbameinsfrumna enda afar andoxunarríkir. Þarna á selenið aftur leik, en það er steinefni sem vinnur eins og andoxunarefni og ver þannig frumur líkamans og hamlar krabbameinsvexti.

Tínsla, geymsla og neysla

Fyrir þá sem kjósa að verða sér úti um sveppi á annan hátt en í næstu verslunarferð er rétti tíminn til að halda í sveppamó ekki seinna en akkúrat núna, enda fer að líða að lokum þess tímabils.

Við sveppatínslu er að mörgu að hyggja. Fyrst og fremst þarf að þekkja þá sveppi sem eru ætir. Annar mikilvægur þáttur er að kunna að hreinsa þá og útbúa til geymslu svo þeir endist sem best. Á vefsíðu Náttúrufræði- stofnunar Íslands má finna hin ýmsu heilræði og lögð er áhersla á að vera vel útbúin, taka ekki umfram þörf og bera virðingu fyrir umhverfinu.

Nú velta sjálfsagt ýmsir fyrir sér hvort dagleg neysla sveppa sé í lagi og það er auðvitað í lagi enda hafa sumir sveppir verið notaðir til lækninga öldum saman.

Á vefsíðu heilbrigðisstofnunarinnar UCLA Health kemur m.a. fram að sveppir innihalda mikið magn fjölsykra sem eru þekktar fyrir að styrkja ónæmiskerfið, stuðla að heilbrigðri þarmaflóru auk þess að vera jákvæður þáttur í baráttunni við minnis- og tungumálaörðugleika.

Á vefnum má finna niðurstöður ýmissa fróðlegra rannsókna. Ein þeirra, sem framkvæmd var á árunum 1966–2020 sýndi fram á að neysla á 18 grömmum af sveppum á dag minnkaði líkur á krabbameini um allt að 45%.

Flest sveppaafbrigði eiga það svo sameiginlegt að vera trefjarík og stútfull af næringarefnum, sem geta stuðlað að heilbrigði húðar og hárs. Þó er innihald þeirra æði misjafnt og því er um að gera að leggjast í rannsóknarvinnu fyrir brúkun.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...