Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Sveitasælan um helgina
Fréttir 17. ágúst 2018

Sveitasælan um helgina

Sveitasæla 2018, landbúnaðarsýning og bændahátíð, verður haldin næstkomandi laugardag, 18.ágúst, í reiðhöllinni Svaðastöðum Sauðárkróki frá kl. 10:00 – 17:00.

Dagskrá Sveitasælu að þessu sinni er mjög metnaðarfull og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Í boði verða meðal annars Leikhópurinn Lotta, Gunni og Felix, Hvolpasveitin, heitjárningar, smalahundasýning og kálfasýning, hrútadómar/hrútaþukl, véla- og fyrirtækjasýning ásamt fjölda annarra viðburða. Einnig verður Fákaflug – gæðingamót liður í Sveitasælunni og fer fram alla helgina. Kiwanisklúbburinn Freyja verður með veitingasölu á svæðinu og rennur allur ágóðinn til góðra málefna í héraðinu.

Bændamarkaðurinn Beint frá býli sem haldinn hefur verið á Hofsósi í sumar verður einnig á Sveitasælu og munu bændur og handverksfólk í héraði selja þar vöru sína.

Sýningin verður sett klukkan 11:30 og er það Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sem það gerir. Einnig flytur Jóhannes H. Ríkharðsson, formaður landbúnaðarnefndar Skagafjarðar, ávarp og flutt verða tónlistaratriði.

Á sunnudag verða svo opin bú á nokkrum bæjum í Skagafirði.

Aðgangur að sýningunni er ókeypis.

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f