Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Forsvarsmenn sveitarfélaganna fjögurra ásamt forsvarsmönnum hestamannafélagsins Jökuls í reiðhöllinni á Flúðum við undirritun samstarfssamningsins
Forsvarsmenn sveitarfélaganna fjögurra ásamt forsvarsmönnum hestamannafélagsins Jökuls í reiðhöllinni á Flúðum við undirritun samstarfssamningsins
Líf og starf 25. janúar 2023

Sveitarfélög styðja hestamenn

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Sveitarfélögin fjögur í uppsveitum Árnessýslu, Bláskógabyggð, Grímsnes- og Grafningshreppur, Hrunamannahreppur og Skeiða- og Gnúpverjahreppur, undirrituðu nýlega samstarfssamning við Hestamannafélagið Jökul.

Tilgangur samningsins er m.a. að efla samstarf sveitarfélaganna og hestamannafélagsins Jökuls, tryggja öflugt íþrótta- og æskulýðsstarf fyrir börn og unglinga og efla starf félagsins.

„Áhersla er á fagmennsku og þekkingu í starfi félagsins og forvarnir með fræðslu til iðkenda og starfsmanna um skaðsemi vímuefna, einelti, kynbundið áreiti, kynferðislegt áreiti eða ofbeldi. Í samningnum, sem gildir út árið 2026, er kveðið á um árlegan fjárhagslegan stuðning sveitarfélaganna við félagið,“ segir í tilkynningu frá sveitarstjóra Bláskógabyggðar, Ástu Stefánsdóttur.

Hestamannafélagið Jökull var stofnað árið 2022, eftir sameiningu hestamannafélaganna Loga, Smára og Trausta og nær starfssvæði þess yfir öll sveitarfélögin fjögur. Í tilkynningu segir að ánægja sé með sameininguna og hafi nú þegar sýnt sig að starf félagsins sé öflugt.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...