Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Svartþröstur
Mynd / Óskar Andri Víðisson
Á faglegum nótum 28. júní 2022

Svartþröstur

Höfundur: Óskar Andri Víðisson

Svartþröstur er orðinn algengur varpfugl á Suðvesturlandi, einna helst í þéttbýli. Karlfuglinn er alsvartur með skærgulan gogg og augnhring. Kvenfuglinn er hins vegar dökkbrúnn, með ljósar rákir á bringu.

Fyrir síðustu aldamót var svartþröstur fremur sjaldgæfur varpfugl og þekktist einna helst sem haust- og vetrargestur. Upp úr aldamótum byrjaði honum að fjölga talsvert. Nú er áætlað að hér séu nokkur þúsund varppör og hefur hann hægt og rólega verið að dreifa sér um landið. Svartþrestir eru einstaklega duglegir varpfuglar en fyrstu karlfuglana má heyra syngja seinni hluta febrúar. Varpið byrjar síðan í mars og er ekki óalgengt að svartþrestir nái að verpa þrisvar jafnvel fjórum sinnum yfir sumarið. Ófleygir ungar hafa fundist alveg fram í september, þetta er því langur tími og getur afkastageta þeirra verið nokkuð góð. Svartþrastarungar líkt og aðrir spörfuglsungar fara fljótlega úr hreiðrinu að kanna heiminn. Það er ekki óalgengt að sjá ófleyga unga sitja á jörðinni eða á trjágreinum. Þeir virðast kannski vera umkomulausir en foreldrar þeirra þurfa kannski að sinna 3-4 ungum á mismunandi stöðum í einu. Það er því mikilvægt að fjarlægja ekki unga þótt foreldrarnir séu ekki sjáanlegir. Þetta er hluti af þeirra uppeldi svo þeir verði hæfastir í að komast af á eigin spýtur.

Skylt efni: fuglinn | þröstur

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...