Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Svartbaunakarrí og fersk lúða
Mynd / BGK
Matarkrókurinn 11. febrúar 2022

Svartbaunakarrí og fersk lúða

Höfundur: Bjarni Gunnar Kristinsson

Þetta auðvelda svarta baunakarrí er mjólkurlaust, egglaust og bragðgott, fullt af kryddi og djúpu bragði. Bara gott grænmeti og handfylli af framandi kryddi skila þessu ljúffenga karríi á rúmlega hálftíma.

Svartbaunakarrí
  • 4 matskeiðar jurtaolía
  • 2 msk. karríduft
  • ½ stk. laukur, smátt saxaður
  • 2 meðalstórir tómatar, fræhreinsaðir og smátt saxaðir
  • 500 g gróft skorið grænmeti eftir smekk
  • ¼ tsk. cayenne pipar (valfrjálst)
  • ½ matskeið malað kóríander
  • ½ tsk. garam masala
  • ½ tsk. túrmerik
  • 2 bollar soðnar svartar baunir ( u.þ.b. ein dós)
  • 1 bolli grænmetiskraftur
  • 1 dós kókosmjólk eða kókosrjómi
  • Salt eftir smekk

Setjið olíu á pönnu við meðalháan hita.

Bætið þá við lauknum. Eldið um það bil fimm mínútur þar til laukurinn er létt brúnaður. Bætið við karrídufti, svo tómötum út í, minnkið hitann í miðlungs og steikið í um tvær til þrjár mínútur, hrærið oft þar til tómatarnir eru mjúkir – og loks grænmetinu.

Bætið cayenne pipar, kóríander, garam masala og túrmerik út í. Blandið vel saman og steikið eina mínútu í viðbót.

Bætið skoluðum baununum, grænmetinu og grænmetiskraftinum út í. Saltið eftir smekk (ég bætti ¼ tsk. við en það fer eftir því hversu saltur grænmetiskrafturinn er).

Lækkið hitann í háan þar til hann mallar líflega og lækkið síðan niður í miðlungs hita í tólf mínútur þar til það er þykkt, eða að vild eftir því hversu mikla sósu þú vilt.
Bætið við kókosmjólk eða (kókosrjóma) sjóðið stutt áður en borið er fram með hrísgrjónum og ögn af kóríanderlaufum til skrauts (ef fólk vill).

Fersk lúða, roðlaus og skorin í fjóra bita
  • ½ tsk. pipar
  • ½ tsk. sjávarsalt
  • 2 matskeiðar extra virgin ólífuolía
  • 6 matskeiðar smjör
  • 1 lítil sítróna, skorin í sneiðar
  • 3 matskeiðar hvítlaukur, saxaður
  • 1 msk. skalotlaukur, saxaður
  • ½ bolli þurrt hvítvín
  • 2 matskeiðar kapers
  • 4 matskeiðar sítrónusafi
  • 300 g brokkolí eða öðru góðu meðlæti
  • 1 msk. flatblaða steinselja,
    smátt söxuð
  • Þurrkið og kryddið lúðuflökin með sjávarsalti og pipar.

Hitið stóra pönnu yfir meðalháum hita. Bætið 1 msk. ólífuolíu og 2 msk. smjöri út í og hrærið á pönnuna.

Þegar olían er að hitna, bætið við lúðuflökum og steikið í um 5 mínútur á hlið. Athugið hvort fiskurinn sé tilbúinn og færið á disk. Bætið sítrónusneiðum út í og steikið í stutta stund þar til þær eru mjúkar, setjið síðan til hliðar með fiskinum. Þurrkið af pönnunni.

Lækkið hitann í miðlungs, bætið við 1 msk. ólífuolíu og 2 msk. smjöri. Bætið hvítlauk og skalotlaukum út í og steikið í 1 mínútu.

Bætið víni út í og sjóðið niður í 2-3 mínútur þar til það er næstum því gufað upp.

Bætið við kapers og 3 msk. sítrónu­safa. Eldið í 1 mínútu.

Slökkvið á hitanum og hrærið eftir 2 matskeiðar af smjöri út í til að klára sósuna.

Setjið lúðuflök aftur á pönnuna og bætið við þeim safa sem er á disknum. Hitið í 1 mínútu.

Bætið brokkáli eða öðru meðlæti og 1 msk. sítrónusafa í litla skál. Blandið saman.

Berið fram. Setjið sítrónukapersósu ofan á lúðuna og bætið steiktri sítrónusneið við sem skraut. Stráið saxaðri steinselju yfir.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...